Mælikvarðar

Mælikvarðar


Efnahagur


Efnahagslegt virði skapað og dreift


Fjárhagsleg áhrif og önnur áhætta og tækifæri sökum loftslagsbreytinga

Bein losun gróðurhúsalofttegunda er fyrst og fremst vegna vöruflutninga og ferða starfsfólks. Ferðir og flutningar eru verkefni að takast á við án þess að teljast sérstök áhætta í starfseminni. Gera má ráð fyrir að ferðum starfsmanna fari fækkandi til framtíðar í ljósi þeirra tækifæra sem sköpuðust við að nota tæknibúnað til þess að hittast á fundum, fara á ráðstefnur eða annað.
Stærsta áskorun BYKO varðandi loftslagsbreytingar er innbyggt kolefnisspor í byggingarvörum, þ.e. kolefnislosun við framleiðslu byggingarvara. Áskorun BYKO og samtímis tækifæri er að finna og bjóða vörur með minna kolefnisspor en þær vörur sem eru ráðandi á markaðnum í dag. Þær vörur sem eru með hátt innbyggt kolefnisspor eru t.d. steypa og múrvörur, álklæðning og einangrun eins og steinull. Tækifæri BYKO felast meðal annars í aukinni áherslu á timbur í byggingum, fjölbreyttu úrvali klæðninga með minna kolefnisspori og íslenskri steinull sem er eina steinullin í heiminum sem er framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum (vatnsafli). Í timburvörum eru ýmiss tækifæri til að draga úr notkun efnameðhöndlaðra viðartegunda og nýta frekar viðartegundir sem eru náttúrulega varðar fyrir umhverfisáhrifum. Lerki er dæmi um slíka viðartegund sem því miður varð að mestu leyti ófáanleg frá birgjum vegna stríðsátakanna í Úkraínu og viðskiptaþvingana á Rússland. BYKO hefur lagt áherslu á að halda áfram virkri vöruþróun í þessum flokki og stefnir á að bjóða upp á nýja valkosti í timburvörum sem eru umhverfisvænni en hið hefðbundna gagnvarða timbur. 

Birgjar

BYKO skilgreinir íslenska birgja sem birgja með íslenska kennitölu. Vörur íslenskra birgja geta átt sér uppruna erlendis. Hlutfall íslenskra birgja er 26% af vörukaupum og er hlutfall erlendra birgja því 74%.



Mat á birgjum

Vöruúrval birgja hefur að hluta til verið greint með hliðsjón af því hvort vörurnar séu leyfilegar í Svansvottuð hús eða önnur vottunarkerfi eins og BREEAM eins og lýst er í kaflanum um vistvænt vöruframboð. Birgjasamsetning hefur verið skoðuð út frá landfræðilegri staðsetningu þeirra. Megnið af öllum birgjum BYKO eru innan EES eða um 88% og þar af leiðandi um 12% utan EES, að mestu í Asíu. BYKO hefur sjálft ekki hafið að greina einstaka birgja út frá samfélagslegum sjónarmiðum svo sem nauðungar- eða barnavinnu en í gegnum innkaupasamstarfsnetið BRICO Alliance sem BYKO er aðili að hefur verið sett upp skrifstofa í Shanghai sem gerir út skoðunarfólk á vegum sambandsins sem áskilur sér rétt til að heimsækja verksmiðjur í Kína sem eru að framleiða vörur fyrir aðila innan BRICO hvenær sem er á framleiðslutímanum til að meta starfsaðstæður og hvort það leiki grunur á að stunduð sé nauðungar- eða barnavinna. Á árinu 2023 er gert ráð fyrir því að kalla eftir yfirlýsingum frá helstu birgjum um þeirra aðgerðir til að sporna við nauðungar- og barnavinnu og hvernig þau tryggja starfsfólki viðunandi starfsaðstæður.


Samfélag


Alls störfuðu 681 einstaklingar hjá félaginu á árinu 2022. Heildarstarfsmannavelta hækkar milli áranna 2022 og 2023 um 5%. Eftir heimsfaraldur hefur verið meiri hreyfing á vinnuafli en síðustu tvö ár sem hefur áhrif á aukningu í starfsmannaveltu.

Starfsmannavelta er enn undir því sem hún mældist á árunum 2019 og 2020.



Meðalstöðugildi á árinu 2022 voru 385,73.

Kynjaskipting á árinu var 25,27% konur og 74,50% karlar og óskilgreint 0,4%.

Á árinu 2022 var fjarvera vegna veikinda 6,7 dagar pr. stöðugildi.

Karlar voru að meðaltali frá í 5,8 daga pr. stöðugildi en konur 8,4 daga pr. stöðugildi.

  • Fjarvera vegna veikinda barns var 0,4 dagar pr. stöðugildi.
  • Veikindi barna eru breytileg m.t.t. kyns.
  • Konur frá að meðaltali 0,83 daga vegna veikinda barns pr. stöðugildi samanborið við 0,29 daga meðal karla.
  • Meðal veikindahlutfall á árinu var 4,63% þar af 4,35% vegna veikinda starfsfólks og 0,28% vegna veikinda barns. 
  • Meðalstarfsaldur við lok árs 2022 var 5,2 ár, karlar 5,3 ár, konur 4,9 ár og hlutlaus/óskilgreint 4 ár.
  • Meðalstarfsaldur fylgir línulegri dreifungu aldurs eða með hækkandi lífaldri er meðalstarfsaldur almennt lengri.
  • Meðalstarfsaldur karla hefur hækkað um 0,6 ár frá fyrra ári en meðalstarfsaldur kvenna hækkað um 1,2 ár.

Kynjaskipting

Kynjahlutfall einstaklinga í vinnu hjá BYKO árið 2022 var 74,5% karlar, 25,27% konur og 0,2% skilgreint sem hlutlaust og 0,2% óskilgreint. Hlutfall kvenna hækkar frá fyrri árum sem er ánægjulegt að sjá. Almennt hefur hlutfall kvenna verið í kringum 23-24% en er nú 25,27%. Sé skoðað kynjahlutfall eftir sviðum við lok árs 2022. Helsta verkefni okkar er að auka hlutfall annarra en karla á vörustýringarsviði, fyrirtækjasviði og smásölusviði. Enn er áskorun að fjölga öðrum kynjum en körlum innan félagsins. Við sjáum að þær aðgerðir sem við höfum farið í er varðar ímynd BYKO sem fyrirtæki og sem vinnustaður hefur haft áhrif þar sem hlutfall kvenna er að hækka eftir að hafa staðið í stað síðustu fimm ár.

2020

2021

2022

2017

2018

2019

Á árinu hlaut félagið viðurkenningu jafnvægisvogarinnar annað árið í röð fyrir að hafa jafnað kynjahlutföll í stjórn og framkvæmdastjórn félagsins.

Meðallífaldur við lok árs 2022 var 35 ár, flest starfsfólk er á aldursbilinu 20-29 ára. Þegar kynjaskipting er skoðuð eftir aldursdreifingu sést að flestar konur eru á aldursbilinu 14-19 og 20-99 ára.


Umhverfi


Efnisnotkun

Gerð er grein fyrir efnisnotkun í daglegri starfsemi BYKO en vörur til endursölu eru ekki taldar með.


Prentefni
Allt prentefni var keypt frá prentsmiðjunni Litla Prent sem er Svansvottuð prentsmiðja.


Ræstingar
Ræstingar eru aðkeypt þjónusta fyrir verslanir og skrifstofur BYKO og er leitast eftir að þjónustuaðilar séu Svansvottaðir eða nota umhverfisvæn ræstiefni.


Plastnotkun
BYKO hóf samstarf við Silfraberg að besta ferla og lágmarka Co2 útblástur vegna plöstunar vörubretta í vöruhúsi BYKO í Kjalarvogi árið 2021. Sýnilegur árangur varð eftir árið sem síðar leiddi til þess að vöruhús BYKO Leigu að Selhellu Hafnarfirði tók upp sömu aðferð. 

  • Lesa nánar

    Niðurstöður mælinga sýna þá þróun sem  hefur átt sér stað og upplýsingar um magn þess plasts sem  notað er, fyrir og eftir bestun, ásamt upplýsingar um mælingar á Co2 útblæstri sem hlýst af plöstun vörubretta. 


    Hvert kg. Af Polythene plastfilmu sem  notuð er til plöstunar á vörubrettum hefur í för með sér 2,6 kg. af Co2 útblæstri sé filman að fullu framleidd úr frumefnum. 

    Hvert kg. af 30% endurunninni Polythyne plastfilmu sem notuð er í sama tilgangi hefur 24% lægra Co2 fótspor, 1,98 kg. Co2 pr. Kg. af plastfilmu

    Innkaup árið 2022 í kg:


    Útreikningur á sparnaði í plastnotkun, samhliða þeim sparnaði lækkun Co2 útblásturs vegna minni plastnotkunar og vegna notkunar á 30% endurunnum plastfilmum. Mæld lækkun Co2 útblásturs BYKO vegna plöstunar vörubretta er 933 kg lægri á árinu 2022 vegna breyttrar efnisnotkunar og bestunar á ferlinu. 


    Niðurstöður gefa til kynna að út frá meðaltalsnotkun er lækkun Co2 útblásturs 50,2%. Árangurinn stafar af notkun á annars vegar plastfilmum sem hafa hærra þol til strekkingar en áður hefur þekkst og því hægt að nota þynnri filmur en áður. Filmurnar eru framleiddar í 33 lögum sem framkalla aukinn styrkleika og teygjuþol. 

Orkunotkun

Eldsneytisnotkun

Eldsneytisnotkun stafar fyrst og fremst vegna eigin bíla, véla og tækja og skiptist í bensín og litaða og ólitaða gasolíu. Áherslur BYKO eru að skipta út hluta tækja- og bílaflota úr jarðefnaeldsneyti yfir í rafmagn og draga þar með úr mengandi áhrifum út í andrúmsloftið og styðja við orkuskipti á Íslandi.  BYKO mælir ekki CO2 ígilda vegna lífrænnar losunar á CO2 .

Umfang 1 losun

Losunarstuðlar 5.0.2 frá Umhverfisstofnun og hlýnunarmáttur frá fimmtu matsskýrslu milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna (AR5 IPCC).
Losunarstudlar_UST_5.0.2.xlsx
AR5 Synthesis Report: Climate Change 2014 — IPCC

Vöruflutningar

Vöruflutningar eru flutningar til landsins og innanlandsflutningar. Vöruflutningar til landsins eru sjóflutningar en þar nýtir BYKO bæði Samskip og Eimskip en er einnig með leiguskip sem flytur timbur og járn frá Lettlandi. Tölur frá Eimskip eru flutningsmagnstölur til landsins og yfirlit yfir losun GHL/CO2 en tölur Samskipa eru skipaflutningar með forflutningum erlendis ásamt yfirliti yfir losun GHL/CO2. Tölur fyrir leiguskipið eru losunartölur reiknaðar út frá greiddu eldsneytisgjaldi sem þarf ekki að endurspegla nákvæma eldsneytisnotkun. Vöruflutningar innanlands eru flutningar á milli starfstöðva BYKO. BYKO mælir ekki CO2 ígilda vegna lífrænnar losunar á CO2 .

Umfang BYKO eru hraðsendingar til landsins með flugi sem og flutningar frá starfsstöðvum BYKO til viðskiptavina. 

Heildar vöruflutningar til landsins námu 68.221 tonnum og var losun gróðurhúsalofttegunda vegna þeirra 4.299 tonn af CO2ígildi.

Losun vegna vöruflutninga til og frá landinu og vegna flutninga til vöruhúsa með Eimskip, Samskip og timburskipi. Tölur vegna fraktflugs er ekki meðtalið. Tölur vegna flutnings með Smyril Line er ekki innifalin í losunartölum.

Umfang 3 losun

Losunarstuðlar 5.0.2 frá Umhverfisstofnun og hlýnunarmáttur vegna losunarstuðla frá UST er tekinn úr fimmtu matsskýrslu milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna (AR5 IPCC).
Losunarstudlar_UST_5.0.2.xlsx
AR5 Synthesis Report: Climate Change 2014 — IPCC

Flugferðir starfsmanna

Í þessari skýrslu er gerð grein fyrir flugferðum starfsmanna innanlands og erlendis og er  losun einungis mæld í CO2 en ekki CO2 ígildum. Losunartölur ná ekki yfir öll flug þar sem upplýsingar lágu ekki fyrir en frá og með rekstrarári 2023 verða öll flug talin með. BYKO mælir ekki CO2 ígilda vegna lífrænnar losunar á CO2 .

Umfang 3 losun

Með fjölda ferða er átt við ferðir til og frá flugvöllum innanlands sem erlendis. Losun á við allar flugferðir, þar með talið á milli áfangastaða erlendis. Notast er við reiknivél Alþjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO)

Rafmagn og upphitun

Tölur um rafmagn og upphitun eiga við um allar starfstöðvar BYKO með undantekningu fyrir lager leigudeildar að Þórðarhöfða og verslun BYKO á Granda þar sem fasteignir eru ekki í eigu fyrirtækisins en sá útreikningur verður tekinn til greina fyrir rekstraruppgjör 2023.

Hleðslustöðvar

BYKO hvetur og styður starfsfólk sitt í því að nota vistvænni samgöngur og einn hluti af því er að setja upp hleðslustöðvar. Starfsfólki býðst að hlaða sér að kostnaðarlausu 3 klst. á dag en það er sá meðaltalstími sem á að duga í akstri frá heimili til og frá vinnu. Fyrstu stöðvar voru settar upp árið 2019 og hefur BYKO fylgt þeirri rafbílaþróun sem hefur átt sér stað síðustu árin. BYKO hefur nú sett upp 20 hleðslustöðvar fyrir starfsfólk en þær eru dreifðar fyrir utan starfsstöðvar í Breidd, Granda, vöruhúsi Kjalarvogi, BYKO Leigu Selhellu og Selfossi.

Það skýrir aukningu á rafmagnsnotkun, bæði vegna fjölda stöðva en einnig vegna fjölda starfsfólks sem hefur verið að skipta bifreiðum sínum úr jarðefnaeldsneyti yfir í rafmagn. Fleiri eru að nota stöðvarnar svo nýtingin er hærri en árin á undan. Niðurstaða fyrir árið 2022 er 57.434 kWh eða 57,434 kWst. en þessi tala er hluti af heildartölu fyrir rafmagn hér í töflunni hér til hliðar.


Umfang 2  losun

*Tölur frá 2021 (kWh) eru breyttar frá fyrra ári þar sem álestur hefur verið uppfærður
**Tölur frá 2021 (m3) eru breyttar frá fyrra ári þar sem álestur hefur verið uppfærður
***Tölur frá 2021 (Co2) eru breyttar frá fyrra ári þar sem álestur hefur verið uppfærður
**** Losunarstuðlar 5.0.2 frá Umhverfisstofnun og hlýnunarmáttur frá fimmtu matsskýrslu milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna (AR5 IPCC).

Losunarstudlar_UST_5.0.2.xlsx
AR5 Synthesis Report: Climate Change 2014 — IPCC



Meðhöndlun úrgangs

Terra sér um megnið af úrgangsmeðhöndlun eða um 90% fyrir BYKO og taka endurvinnsluleiðir mið af þeirri þjónustu sem Terra býður. Annar úrgangur fer til Sorpu eða Íslenska Gámafélagsins. Yfirlit yfir heildarúrgang í kg í meðfylgjandi töflu eru upplýsingar beint frá þjónustuaðila.
Heildarúrgangstölur í kg hjá Klöppum voru heldur lægri eða 1.006.188 kg og er því litið svo á að einhverja úrgangsstrauma vanti  inn í Klapparkerfið. BYKO mælir ekki CO2 ígilda vegna lífrænnar losunar á CO2 .


Samkvæmt tölum frá Klöppum af  flokkaða úrganginum fór hluti í förgun, þ.e. urðun eða brennslu. Munar það mest um jarðefni, gler og gifs en gifs er flokkað sér og urðað þar sem ekki má urða það með öðrum úrgangi. Hlutfall úrgangs sem fór til endurvinnslu var um 43,9% og var það bæting frá árinu áður um  6,55%.

  • Lesa nánar

    Samkvæmt tölum frá Klöppum var 75,3% af úrganginum flokkaður og 24,7% óflokkaður. Þetta er ekki sú þróun sem við vildum sjá en hlutfallið frá fyrra ári 2021 var 80,1% flokkað og 19,9% óflokkað og þarf því verulega skoða hvaða frávik áttu sér stað.  Árið 2020 var 74% af úrganginum flokkaður en 26% var óflokkaður.


    Samkvæmt tölum frá Klöppum er losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) frá meðhöndlun úrgangs 221,84 tonn CO2  sem er sama og árið á undan 2021 en fór lækkandi árin þar á undan en árið 2018 var losun þessa flokks 436 tonn CO2.


    Upplýsingar fyrir rekstrarárin 2019-2022 var ákveðið að birta ekki tölur um losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) frá meðhöndlun úrgangs. Upplýsingar frá þjónustuaðilum samanborið við tilmæli Umhverfisstofnunar hvernig beri að reikna losun eru nokkuð misvísandi. Sem dæmi má nefna að samkvæmt útreikningum frá Klöppum var losun GHL vegna úrgangs sem fór í endurvinnslu rúm 200 tonn meðan að Umhverfisstofnun segir „Þeir úrgangsstraumar sem fara í endurvinnslu valda engri losun og hafa því losunarstuðulinn 0“.


Umfang 3  losun

Tölur eru teknar beint upp úr gagnasöfnun viðkomandi þjónustuaðila.

Losun gróðurhúsalofttegunda

 Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á árinu var 4.661 tonn og skiptist eftirfarandi:

Losunarkræfni:

Sé losun fyrirtækisins sett í samhengi við umfang fyrirtækisins þá var velta BYKO á árinu 2022, 29.559.808 milljónir. 


Losunarkræfni fyrir umfang 1+2
Losun í CO2eq var því 11,2 t/milljarð í veltu og hefur því lækkað úr 12,9 t/milljarð í veltu frá fyrra ári eða niður um 13,8% milli ára.


Losunarkræfni fyrir umfang 1+2+3
Losun í CO2eq var því 157,7 t/milljarð í veltu og hefur því lækkað úr 180,5 t/milljarð í veltu frá fyrra ári eða niður um 12,6% milli ára.


Til samanburðar þá hefur losunin lækkað út frá veltu um 19% á árunum 2020-2022.

Önnur losun

Önnur verulegu losun á sér ekki stað frá BYKO. Það á sér ekki stað nein losun á ósoneyðandi efnum. BYKO heldur ekki saman upplýsingum um losun á köfnunarefnisoxíð (NOx), brennisteinsoxíð (SOx) eða öðrum lofttegundum þar sem fyrirtækið hefur enga framleiðsluferla sem losa NOx eða SOx. Það væri einna helst vegna skipaflutninga. Timburskipið sem BYKO er með á leigu notar gasolíu (Marin Gasoil) með brennisteinsmagni undir 0,1%. Losun í opna viðtaka svo sem vatn eða jarðveg er ekki viðeigandi. Allt frárennsli er tengt við skólpkerfi viðkomandi sveitarfélags.

Share by: