Fyrirtækið

Fyrirtækið


BYKO var stofnað árið 1962 af þeim Guðmundi H. Jónssyni og Hjalta Bjarnasyni þar sem þeir opnuðu 135 fermetra byggingavöruverslun við Kársnesbraut í Kópavogi. Í upphafi var einungis verslað með grófa vöru en innan árs var opnuð þar smávöruverslun. Síðan þá hefur BYKO verið leiðandi fyrirtæki á íslenskum byggingavörumarkaði sem þjónustar einstaklinga og fagaðila í byggingariðnaði. 

BYKO rekur byggingarvöruverslanir í Kópavogi, Reykjavík, Reykjanesbæ, Selfossi og Akureyri. BYKO rekur einnig leigumarkað og vöruhús á Selhellu Hafnarfirði, lagnaverslun og vöruhús í Kópavogi og timburverslanir.

Verslanir

Stefna BYKO


Stefna BYKO er að skapa bestu heildarupplifun viðskiptavinarins í framkvæmdum og fegrun heimilisins.  BYKO vinnur með sjálfbærni að leiðarljósi, horfir til framtíðar í átt að hringrásarhagkerfi og endurspeglar myndin starfsemina allt frá umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum. 


Stjórnskipulag


 Stefna BYKO er að skapa bestu heildarupplifun viðskiptavinarins í framkvæmdum og fegrun heimilisins.  BYKO vinnur með sjálfbærni að leiðarljósi, horfir til framtíðar í átt að hringrásarhagkerfi og endurspeglar myndin starfsemina allt frá umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum.

 

Stjórn BYKO

Stjórn BYKO samanstendur af fimm einstaklingum. Stjórnin tekur allar stefnumarkandi ákvarðanir, þar með talið ákvarðanir sem tengjast sjálfbærni.



  • Guðmundur Halldór Jónsson - stjórnarformaður
  • Jón Helgi Guðmundsson
  • Iðunn Jónsdóttir
  • Gísli Jón Magnússon
  • Anna Rún Ingvarsdóttir


Stjórnarhættir

Stjórn BYKO ehf. leggur áherslu á góða stjórnarhætti og hefur sett sér starfsreglur þar sem fylgt er Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja, þar er valdsvið hennar skilgreint og verksvið gagnvart forstjóra. Leiðbeiningarnar eru gefnar út af Viðskiptaráði Íslands, NASDAQ OMX Iceland hf. og Samtökum atvinnulífsins. Leiðbeiningarnar má finna á leidbeiningar.is


Stjórnarhættir BYKO byggja á starfsreglum stjórnar, samþykktum félagsins og lögum nr. 138/1994 um einkahlutafélög. Gildandi starfsreglur voru samþykktar á stjórnarfundi þann 10. júní 2020.

Stjórnarháttaryfirlýsing

Framkvæmdastjórn


Framkvæmdastjórn samanstendur af forstjóra og framkvæmdastjórum framþróun verslunar og viðskiptavina, fyrirtækjasviðs, rekstrarsviðs, smásölusviðs og vörustjórnunasviðs.

Skipurit

Starfsmaður BYKO á framþróunarsviði er ábyrgur fyrir innleiðingu á sjálfbærni og ber einnig ábyrgð á þeirri stoð sjálfbærninnar sem tilheyrir umhverfismálum. Mannauðsstjóri ber ábyrgð á  þeirri stoð sjálfbærninnar sem tilheyrir félagsmálum og framkvæmdastjóri rekstrarsviðs ber ábyrgð á stoð sjálfbærninnar sem tilheyrir stjórnarháttum.

BYKO tók í notkun nýtt húsnæði fyrir BYKO Leigu á Selhellu sem felur í sér bæði lager- og verslunarrými að stærð 4556 fm3. Nýr verslunarstjóri tók við verslun BYKO á Granda og nýr verslunarstjóri tók við verslun BYKO á Selfossi á árinu. 

Nýtt skipurit tók gildi í nóvember 2022. Breytingar fólust í því að framkvæmdastjóri vörustjórnunarsviðs lét af störfum og nýr framkvæmdastjóri tók við starfinu. Aðrar breytingar voru ekki gerðar á skipuriti fyrirtækisins.


Umfang rekstrar


 Fjárhæðir eru í þúsundum íslenskra króna.  Helstu efnahagsstærðir eru:

Úr rekstrarreikningi

Úr efnahagsreikningi

Starfsmannamál

Vefverslun


 Vefur og vefverslun tóku ekki neinum breytingum árið 2022 og voru með sama afhendingarloforði gagnvart viðskiptavinum. Byrjað var að taka til pantanir í gegnum handtölvur sem minnkaði því útprentun á tiltektarseðlum. Vinna var í fullum gangi við þróun á nýjum vef og vefverslun sem verður með fjölbreyttari afhendingar- og sendingarmöguleikum fyrir viðskiptavininn.  Áætluð opnun á nýjum vef og vefverslun er í lok fyrsta ársfjórðungs 2023.

  • Vinna við nýja heimasíðu BYKO hófst í maí 2022
  • Markmið að einfalda viðskiptavininum að eiga í viðskiptum við BYKO með auknu vöruúrvali og betri þjónustulausnum


BYKO Leiga


BYKO Leiga á sér langa sögu og hóf starfsemi undir nafninu Hörkutól í maí árið 1988 þegar BYKO opnaði glæsilega verslun við Skemmuveg, í því húsnæði sem hýsir lagnaverslun BYKO í dag. Fljótlega var útibú Hörkutóls opnað í flestum verslunum BYKO og er Leigan enn í dag með útibú í öllum verslunum BYKO og er stefnan að efla þau áfram eins og við höfum gert undanfarin ár. Árið 2004 var starfsemi Leigunnar stækkuð til muna og opnaði þá undir nafninu Leigumarkaður BYKO, bæði var stóraukið úrval verkfæra en einnig var byrjað með grófvöruhluta Leigunnar sem inniheldur meðal annars vinnupalla, steypumót, undirsláttarefni, vinnustaðagirðingar o.fl. Fram til þessa dags hafa þessir tveir hlutar verið aðskildir, þ.e. tækjahlutinn og svo grófvöruhlutinn en núna hefur miðpunktur leigunnar sameinast á nýjum stað á Selhellu 1 í Hafnarfirði. 

  • Lesa nánar

    BYKO Leiga sameinast á nýjum stað 


    BYKO Leiga hefur flutt hluta starfsemi sinnar og jafnframt stækkað í nýrri starfsaðstöðu á Selhellu 1 í Hafnarfirði. Áður var grófvöruhluti leigunnar með aðsetur á Þórðarhöfða og voru síðustu vörurnar fluttar þaðan í lok apríl árið 2022. Til viðbótar þeirri starfsemi sem var áður á Þórðarhöfða og fluttist á Selhellu að þá hefur verið opnað nýtt vöruhús á Selhellu, sem mun bæði hýsa ýmsar söluvörur leigunnar, bæði núverandi og nýjungar og einnig mun BYKO færa allan lager á gluggum og hurðum á Selhellu, bæði það sem er á lager og einnig sérpantanir. 


    Nýja verslunin mun leggja áherslu á að selja eða leigja tæki og tól og jafnframt selja úrval aukahluta fyrir rafmagnsverkfæri, vera með gott úrval af festingum, þéttiefnum og vöruflokkum sem snúa að fagaðilanum. Það má líta á þetta sem sérvöruverslun í tækjum og tólum til leigu og sölu. Lögð verður sérstök áhersla á vörumerkið BOSCH í rafmagnsverkfærum á Selhellu, BYKO hefur flutt þetta vörumerki inn í mörg ár en þarna er því gert hærra undir höfði sem og í öðrum verslunum BYKO.  BOSCH hefur ráðið viðskiptastjóra á Íslandi sem mun hjálpa til við að koma þessu flotta vörumerki á þann stað sem það á heima.  



    Á Selhellu er þjónustuverkstæði í hæsta gæðaflokki sem sinnir bæði tækjum leigunnar sem og tækjum viðskiptavina. BYKO Leiga hefur aukið til muna úrval af alls kyns lyftum og eru þær helst frá tveimur framleiðendum, Sinoboom og Bravi, og verður eingöngu áhersla á rafmagnslyftur. Til að byrja með verða minni lyftur í boði en eftir því sem tækninni fleygir fram þá munu rafhlöðudrifnar lyftur verða stærri og eru ýmsar nýjungar að koma á næstunni. Ýmsar aðrar vörur verða í boði eins og Honda aflvélar, Böckmann kerrur, Master blásarar og loftgæðatæki og fleira og fleira. 


    Starfsstöð BYKO Leigu í Breidd mun starfa áfram og í raun eflast því við færum verkstæði og fleira út á Selhellu og því mun Leigan í Breidd geta einbeitt sér að útleigu tækja og tóla. 


    BYKO Leiga opnaði á haustdögum 2022 nýja tegund af verslun í BYKO, fagverslun. Hugmyndin á bakvið þá verslun er margþætt en byggir í grunninn á þeirri hugmyndafræði að veita viðskiptavini val þegar kemur að tækjum og búnaði. Það er vel þekkt hjá leigunni í vöruflokkum eins og steypumótum og vinnupöllum þar sem viðskiptavinur gengur oft út með þrjú tilboð, verð í nýtt efni, verð í notað efni og svo verð í leigu. Á endanum tekur viðskiptavinur þá ákvörðun sem hann telur henta sér best og er reynt að hjálpa til við að finna út besta kostinn. Þó svo markmið leigunnar sé að auka almennt hlutfall leigu á Íslandi í þeim flokkum sem eru í boði þá eru viðhorf lengi að breytast og sumir viðskiptavinir vilja einfaldlega frekar eiga en leigja og leigan setur sig að sjálfsögðu ekki upp á móti því. Verkefni leigunnar í BYKO er að fræða og upplýsa, með þeirri von að með auknum umhverfisáherslum, aukinni umræðu um nýtingu og hringrásarhagkerfið að fleiri og fleiri muni sjá kosti þess að leigja, en á sama tíma er það stórt verkefni innan BYKO að gera leigu aðgengilegri og auðveldari fyrir fólk, þar eru margar hugmyndir á vinnslu. 



Aðfangakeðja


 Vörustjórnunarsvið er ábyrgt fyrir aðfangakeðjunni. Á vörustjórnunarsviði starfa 9 vöruflokkastjórar sem hver um sig ber ábyrgð á ákveðnum vöruflokkum, innkaupum, samningum og samskiptum við birgja.


Aðföng BYKO má skipta á eftirfarandi máta:

  • Innlendir birgjar, framleiðendur eða íslenskir umboðsmenn erlendra aðila
  • Erlendir birgjar í eigu systurfélaga BYKO. Þetta eru fyrst og fremst Bergs Timber og BYKO Lat sem eru að hluta til í eigu Norvik, móðurfélags BYKO. Frá þeim birgjum eru keyptir inn gluggar, hurðir og byggingartimbur.
  • Aðrir erlendir birgjar


Vörustjórnunarsvið stjórnar aðfangakeðjunni en hluti hennar er útvistað til 3.ja aðila

  • Flutningar til Íslands er með íslenskum skipafélögunum auk þess leigir BYKO flutningaskip til timbur- og stálflutninga
  • BYKO rekur eitt vöruhús fyrir grófvöru en útvistar hýsingu á smávöru til vöruhússins Bakkans
  • Flutningur milli vöruhúsa og verslana er útvistað sem og flutningar frá BYKO til viðskiptavina
  • Lesa nánar

    Vöruúrval BYKO felur í sér um 40 þúsund vörutegundir sem eru keyptar inn frá tæplega 800 birgjum. Vörurnar eru að mestu leiti fluttar landleiðina til safnstöðva BYKO sem eru í Rotterdam, Immingham og Arhus. Þar er vörunum safnað saman í heila gáma sem eru fluttir til landsins með Eimskip eða Samskip. BYKO leigir skip og flytur vörur frá Lettlandi með viðkomu í öðrum löndum eins og Svíþjóð til að sækja vörur frá þarlendum birgjum. Þegar vörunar koma til landsins fara þær í vöruhús BYKO sem eru fjögur talsins og í öllum vöruhúsum er farið eftir umhverfisstöðlun og flokkun;


    Vöruhúsið Kjalarvogur þar sem allar grófari og stærri byggingavörur eru hýstar

    Lagnalager þar sem lagnir og tengdar vörur eru geymdar 

    Bakkinn vöruhús Festi þar sem verslunarvaran er hýst

     

    Vöruhús fyrir BYKO Leigu frá árinu 2022 á Selhellu HafnafirðiÁherslur BYKO á vörúrval eru þær að geta boðið viðskiptavinum vörur í öllum vöruflokkum sem leyfilegt er að nota í Svansvottuð hús, BREEAM og LEED vottaðar byggingar. Starfsmaður BYKO sótti BREEAM námskeið árið 2021 og LEED námskeið árið 2022 til að geta þjónustað fagaðila betur varðandi slíkar vottanir. Þegar BYKO velur birgja þá horfir fyrirtækið í átt að sjálfbærni og umhverfismálum og hvernig og hversu langt birgjar eru komnir í sjálfbærni. Vörustjórnunarsvið mátar sig við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna varðandi innkaup en BYKO vinnur eftir fimm kjarnamarkmiðum er snúa að þeim.


    Inbound: Flutningar, geymsla og afhending vöru sem kemur inn í fyrirtæki.


    Outbound: Geyma, flytja og dreifa vörum til verslana Miðlægar pantanir í vörugeymslu sem eru svo sendar í verslun eða beint til viðskiptavinar


    Á árinu 2023 stendur til að greina betur kolefnissporið sem hlýst af dreifingu á vörum úr miðlægu vöruhúsi í verslanir BYKO og hvort tækifæri sé til að besta ferlið þannig að hægt sé að fækka ferðum milli vöruhúss og verslana og draga þannig úr losun í þeim þætti starfseminnar. 

Alþjóðlegt frumkvæði og samfélagsþátttaka


 BYKO tók ákvörðun að innleiða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna árið 2019. Innleiðing hófst árið 2020 þar sem lagt var áherslu á fimm kjarnamarkmið. Þessi kjarnamarkmið voru valin út frá starfsemi BYKO og er gerð grein fyrir þeirri vinnu í kaflanum um Heimsmarkmiðin

Varúðarreglan

BYKO hefur rýnt varúðarregluna og metið hvaða nálgun er best til að mæta henni. Varúðarreglan er fimmtánda meginregla Ríóyfirlýsingarinnar frá 1991 en í henni segir:

„Í því skyni að vernda umhverfið skulu ríki í ríkum mæli beita varúðarreglunni eftir því sem þau hafa getu til. Skorti á vísindalegri fullvissu, þar sem hætta er á alvarlegu eða óbætanlegu tjóni, skal ekki beitt sem rökum til að fresta kostnaðarhagkvæmum aðgerðum sem koma í veg fyrir umhverfisspjöll.“

Lykilatriði í varúðarreglunni eru „skortur á vísindalegri fullvissu“ og „fresta kostnaðarhagkvæmum aðgerðum“. BYKO telur að orkuskipti í samgöngum og vistvænar byggingaraðferðir séu komnar til að vera. Þó svo að enn sé deilt um „vísindalega fullvissu“ er það kostnaðarhagkvæmt og dæmi um góða viðskiptahætti að taka þátt í orkuskiptum og hvetja til vistvænna byggingaraðferða.


Áherslur BYKO eru

  • Að minnka losun gróðurhúsaloftegunda í virðiskeðjunni. Það er fyrst og fremst gert með því að skipta út bensín/dísel bílum, tækjum og vélum yfir í farartæki sem nýta umhverfisvænni orkubera eða rafmagn
  • Að auka framboð af minna skaðlegum byggingarefnum, þ.e. byggingarefnum sem ekki eru flokkuð eða grunuð um að innihalda krabbameinsvaldandi efni, hormónatruflandi efni eða hafi áhrif á frjósemi. Áhersla BYKO er að geta boðið viðskiptavinum byggingarefni og vörur sem má nota í hús vottuð með norræna umhverfismerkinu Svaninum og fyrir        vistvottunarkerfin BREEAM og LEED
  • Að leggja til gögn til vottunar á þeim vistvænu vörum sem bera mismunandi kröfur á bakvið sig. Umhverfisyfirlýsingar, rekjanleikavottanir og önnur gögn sem vænst er til vottunar í Svaninum, BREEAM og LEED


Samstarf

BYKO telur mikilvægt að vera í góðu og uppbyggilegu samstarfi með félagasamtökum til að styðja við og gera betur í samfélags- og sjálfbærnimálum.


BYKO er aðili að eftirfarandi félagasamtökum;

Viðurkenningar 2022


 Við í BYKO leggjum okkur fram við að ná þeim árangri út frá þeim markmiðum sem við setjum okkur og erum full þakklætis fyrir þær viðurkenningar sem við höfum hlotið frá markaðnum. Þessar viðurkenningar sýna okkur að við erum á réttri leið og gefa okkur kraft að halda áfram að gera eins vel og við getum til framtíðar. Við viljum vera fyrirmynd og hvatning til annarra fyrirtækja varðandi sjálfbærni, viljum huga vel að starfsfólki okkar varðandi jafnréttismál og við erum þakklát fyrir það traust sem okkar viðskiptavinir hafa sýnt okkur í gegnum árin og fögnum því að eiga ánægðustu viðskiptavinina.

Einn af bestu vinnustöðum Evrópu

BYKO hlaut viðurkenningu sem er veitt af alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu Great Place to Work en BYKO hefur unnið með  þeim að því að gera upplifun starfsfólks í vinnunni eins góða og hægt er. Great Place to Work er alþjóðlegt greiningar- og ráðgjafarfyrirtæki sem hjálpar fyrirtækjum að ná betri árangri með því að einbeita sér að starfsreynslu hvers starfsmanns.  Fyrirtækið starfar í yfir 60 löndum og veitir árlegar viðurkenningar fyrir eftirsóknustu vinnustaðina hjá litlum, meðalstórum og stórum fyrirtækjum. Það veitir einnig viðurkenningar fyrir eftirsóknustu vinnustaðina með tilliti til fjölbreytileika.

"Á bak við árangur er fólk . Við erum stolt af þessum stóra hópi starfsfólks sem fór nú síðast með okkur í gegnum ótal áskoranir Covid-faraldursins sem gríðarlega sterk og órjúfanleg heild."

Án starfsfólksins værum við einfaldlega ekkert!

Kuðungurinn

BYKO hlaut umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn á Degi umhverfisins í apríl 2022 fyrir rekstrarárið 2021. Kuðungurinn er viðurkenning fyrir góðan árangur í umhverfismálum sem er veitt árlega til fyrirtækja og stofnana.  Árangur BYKO í umhverfismálum er tvískiptur. Annars vegar  innra starf þar sem unnið er að því að draga úr allri sóun og draga úr kolefnisspori. Það er gert með því að auka úrgangsflokkun, fara í orkuskipti á vélum, tækjum og bifreiðum og setja upphleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla. 

Hins vegar, sem er ekki síður mikilvægt, er að hafa áhrif á markaðinn, til  viðskiptavina, hönnuða, arkitekta og verktaka, með því að bjóða upp á vistvæn byggingarefni sem uppfylla helstu vistvottunarkerfi sem byggja á eftir eins og Svaninn og BREEAM, bjóða upp á fræðslu um ávinning þess að byggja vistvænt.  Byggingariðnaðurinn stendur undir 1/3 af kolefnisspori heimsins svo við höfum öll verk að vinna. 

"Við í BYKO viljum gera okkar besta til að vera fyrirmynd og hafa áhrif á byggingariðnaðinn í heild sinni og hvetjum við til vistvænni bygginga” 

viðurkenningin skiptir okkur í byko miklu máli!

Framþróun


Framþróun verslunar og viðskiptavina er svið sem markaðsmál, vefmál, heildarupplifun og sjálfbærni tilheyra. Sviðið liggur þvert yfir skipuritið og þjónar þar með öllum stigum rekstursins. Stefna BYKO er að skapa bestu heildarupplifun viðskiptavina sinna, hvort sem það eru einstaklingar eða fagaðilar.

BYKO nálgast viðskiptavini sína með heildrænni stefnumótun þar sem lykiláherslur eru stafræn framþróun, þverfaglegur skilningur og samvinna starfsmanna, persónumiðuð heildarupplifun og gagnadrifin ákvörðunartaka.

Með þessum lykiláherslum getur BYKO skapað bestu heildarupplifun viðskiptavinar með sjálfbærni í fararbroddi. Viðskiptavinurinn er í forgrunni og heildarupplifunin í gegnum kaupferlið er samþætt. Unnið er að Omni-channel nálgun sem þýðir að áherslan er á þarfir og væntingar viðskiptavina.

Mitt BYKO


  • Nýjar þjónustusíður BYKO fóru í loftið í byrjun febrúar 2022 
  • Miklar viðbætur unnar til að gera viðskiptavininn sjálfbærari í að nálgast og viðhalda sínum upplýsingum
  • Skipta á milli notenda valmynda
  • Nálgast reikninga
  • Sjá viðskiptakjör
  • Stofna og viðhalda úttektaraðilum
  • Stofna rafrænt BYKO kort á úttektaraðila og viðhalda
  • Sjá og skoða stöðu lánamarks

 

Rafrænt beiðnakerfi með Símanum Pay appinu


  • Tókum upp ferli með rafrænar beiðnir í samstarfi við Síminn PAY en ferlið bæði minnkar pappírsnotkun og eykur öryggi viðskiptavina
  • BYKO var með fyrstu fyrirtækjunum að þróa og innleiða ferlið
  • Unnið í samráði við lykilviðskiptavini BYKO
  • Viðskiptavinir hafa tekið ferlinu vel og eru rólega að innleiða ferlið sín megin þar sem fyrirtæki hafa mun betri stýringu á hvaða starfsmenn hafa heimild til að versla og hvar

Nýr vefur


  • Vinna við nýja heimasíðu BYKO hófst í maí 2022
  • Markmið að einfalda viðskiptavininum að eiga í viðskiptum við BYKO með auknu vöruúrvali og betri þjónustulausnum


Rafrænt BYKO kort


  • Innleiddum að rafrænt BYKO kort virkar einnig í sjálfsafgreiðslukössum en kortið virkaði áður í öllu kassakerfi og sölukerfi BYKO
  • Stuðlar að auknu öryggi og snertilausum viðskiptum, ásamt einfaldri leið til að auðkenna sig svo allar upplýsingar fari rétt á reikning

Share by: