Samfélagið

Samfélagið


Sjálfbærni


Sjálfbær þróun er þróun sem mætir þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum. Slík þróun snýst um að auka efnahagsleg verðmæti um leið og gæðum náttúrunnar er viðhaldið og mannréttindi efld fyrir alla jarðarbúa til langs tíma. Markmið sjálfbærrar þróunar er að koma á sjálfbærni í samfélaginu í heild og á jörðinni.

BYKO tók ákvörðun að móta stefnu í sjálfbærni og er forstjóri ábyrgur fyrir sjálfbærnistefnu BYKO. Kröfur og markmið eru í sífelldri þróun og skal stefna þessi og markmið hennar vera yfirfarin árlega. Framkvæmdastjórar bera ábyrgð á sjálfbærnistefnu fyrirtækisins í daglegum rekstri og skulu setja markmið fyrir hverja einingu sem stuðla að því að ná settum markmiðum. Allir starfsmenn BYKO fá fræðslu sem gerir þeim kleift að skilja áhrif starfa þeirra á sjálfbærnimarkmið fyrirtækisins.


BYKO  horfir á þrjár stoðir sjálfbærninnar sem kallast UFS sem stendur fyrir umhverfisþætti, félagslega þætti og stjórnarhætti (e. Environmental, Social and Governance (ESG)). Það eru viðmið sem fyrirtæki gætir að umhverfislegum áhrifum starfsemi sinnar (U), hvernig fyrirtækið kemur fram við starfsfólk sitt, birgja, viðskiptavini og samfélagið sem það starfar í (F), og viðmið um stjórnarhætti, t.d. fjölbreytni og fyrirkomulag stjórnar, mútuþægni og spillingu.

BYKO hefur unnið markvisst að sjálfbærni síðustu árin og talað fyrir sjálfbærnivegferð BYKO, eigin ábyrgð á innra starfi sem og fræðslu um vistvæn byggingarefni og vistvottunarkerfi, en með því náum við að hafa áhrif á byggingariðnaðinn að byggja vistvænni mannvirki, bæði í þágu umhverfis, mannfólks og rekstarhagkvæmni til framtíðar.

Sjálfbærnistefna

Byggingar eru ábyrgar fyrir um 40% af orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu og getur byggingarmarkaðurinn aukið sjálfbærni og dregið úr loftlagsáhrifum með aðgerðum. Hann getur lágmarkað kolefnisspor mannvirkja með því að velja byggingarefni með lágt kolefnisspor og BYKO er þar með hluti af virðiskeðjunni að geta boðið markaðnum upp á vistvæn byggingarefni og stuðlað að betri framtíð. 


BYKO hefur sett sér heildstæða sjálfbærnistefnu byggða á þeim heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem fyrirtækið vinnur að. BYKO mun leggja áherslu á sjálfbærni sem tekur á umhverfis- félagslegum- og efnahagsmálum.

Sjálfbærnistefnu BYKO má skoða í heild sinni hér

  Umhverfislegir þættir

  • Loftlagsbreytingar
  • Gróðurhúsalofttegundir
  • Úrgangsmál
  • Hringrásarhagkerfi
  • Binding kolefnis í eigin skógi 

  Félagslegir þættir

  • Tryggja vellíðan fólks og öruggt og heilbrigt umhverfi
  • Vistvæn sjónarmið í eigin byggingum og auka þar með lífsgæði þeirra sem þar fara um
  • Mannréttindi, vinnuskilyrði
  • Fjölbreytileiki

 Stjórnarhættir

  • Stjórnskipulag
  • Mútuþægni og spilling
  • Ábyrg innkaup og aðfangakeðja
  • Viðskiptasiðferði og heilbrigðir viðskiptahættir
  • Siðareglur

Umhverfislegir þættir 

Vistvæn saman

BYKO hefur töluverð umhverfisáhrif í sinni eigin starfsemi. Mest eru umhverfisáhrifin þó í gegnum þær vörur eða þjónustu sem fyrirtækið býður upp á. Fyrirtækinu ber því skylda að leggja áherslu á vöruframboðið ekki síður en eigin starfsemi. Umhverfisstefna BYKO hefur þrjú meginþemu, vistvænt vöruframboð, fræðslu til viðskiptavina og innra starf.

Umhverfisstefnuna er að finna á heimasíðu BYKO ásamt ýmis konar fræðslu um vistvæn byggingarefni og vöruframboð BYKO á þeim, þýðingu umhverfismerkja, upplýsingar um vottunarkerfin BREEAM og Svaninn og upplýsingar um vottað timbur.   Við skilgreiningu á vistvænu vöruframboði BYKO komu upp ákveðin álitamál sem snerta rétta upplýsingagjöf til viðskiptavina. Það er hluti af skyldu okkar að fræða viðskiptavini um umhverfismál, sú fræðsla verður samtímis að vera rétt og hlutlaus. Álitamálin fjalla annars vegar um það hvernig hægt er að segja að vara sé leyfileg í Svansvottað hús án þess að varan sé sjálf Svansvottuð og hins vegar hvort og þá hvernig skuli vinna með rekjanleika svo hægt er að staðfesta að timbur komi frá sjálfbærri skógrækt.

Umhverfisstefnu BYKO má skoða í heild sinni hér

Vistvænar vörur og vistvottunarkerfi má skoða hér


Félagslegir þættir 

Mannauðurinn er mikilvægasti þáttur fyrirtækja sem vilja ná árangri. BYKO vill hafa besta starfsfólkið og búa til bestu mögulegu aðstæður fyrir starfsfólk.

Hjá BYKO er lagt áhersla á einstaklingsmiðaða nálgun á starfsþróun og fræðslu þar sem starfsfólk er allt með ólíkar áherslur og þarfir. Með þessari mannauðsstefnu ætlar BYKO að stuðla að því að besta heildarupplifunina við að vinna hjá BYKO.  Lykillinn að því að fá gott starfsfólk til starfa er að hafa gott orðspor og sterka ímynd. BYKO er eitt virtasta og þekktasta vörumerki á Íslandi og með því að vera með virka mannauðsstefnu stuðlar BYKO að því að viðhalda þessari ímynd bæði sem vörumerki og vinnustaður. 

Mannauðsstefna BYKO er samansett úr þremur stefnum

Jafnlaunastefna

Var vottuð á árinu 2022.

Byggt á jafnlaunastefnunni er aðgerðaráætlun í jafnréttismálum í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. 

Skoða nánar

Starfsmannastefna

 Byggir á þeim meginþáttum sem snúa að ánægju, starfsþróun, þjálfun, jafnrétti og faglegri stjórnun.

Persónuverndarstefna

Snertir hvoru tveggja mannauð fyrirtækisins og viðskiptavini.

Skoða nánar

Stjórnarhættir 

Nýta skal fjármagn með sem hagkvæmustum hætti og verklag innan félagsins einkennist af góðu viðskiptasiðferði, heilbrigðum viðskiptaháttum og ábyrgð.

Eldri skýrslur má finna hér 

Samfélagsþátttaka


Heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna

BYKO skilgreindi árið 2019 fimm kjarnamarkmið og hóf innleiðingu á árinu 2020. Upphaf innleiðingar fólst í því að fræða starfsfólk um öll 17 heimsmarkmiðin og hvað þau þýða. Farið var ítarlegra í þau markmið sem BYKO hafði skilgreint sem kjarnamarkmið og ástæðuna fyrir því af hverju þau markmið voru valin frekar en önnur.  Árið 2021 fólst að mestu í að fá tilfinningu fyrir því hvernig hægt væri að máta sig inn í markmiðin út frá verkefnum, hegðun og finna þau tækifæri sem betur mátti nýta. Það sem skiptir okkur máli er að geta haldið umræðunni á lofti og hjálpað hvort öðru í að átta okkur á mikilvægi markmiðanna.

Árið 2022 var farið í ítarlegri fræðslu til starfsfólks og kjarnamarkmiðunum komið í ábyrgð hverrar deildar. Þetta var framkvæmt með námskeiðum þar sem fulltrúar frá hverju sviði/deild komu saman  til að auka skilning og voru markmiðin sett í ábyrgð þeirra þar sem þau eiga fóstra þau, láta þau vaxa og dafna. 

Árið 2023 verður svo tekið næsta skref í innleiðingunni þar sem hópurinn mun hittast, draga fram lærdóm og yfirfara hvaða breytingar hafa átt sér stað á síðustu 6-12 mánuðum.

Kjarnamarkmið BYKO

BYKO setur sér mælanleg og tímasett markmið á kjarnamarkmiðum út frá heimsmarkmiðum og áskorunum á Íslandi.

Röksemdir fyrir vali á þessum kjarnamarkmiðum og undirmarkmiðum má finna hér

BYKO vinnur að öðrum heimsmarkmiðum samhliða kjarnamarkmiðum eins og markmið númer 13, aðgerðir í loftlagsmálum og markmið númer 3, heilsa og vellíðan. Ástæðan fyrir því að þessi markmið eru ekki kjarnamarkmið er að meiri þunga þarf að leggja í kjarnamarkmiðin og þykir eðlilegra að velja ekki of mörg þótt önnur séu mjög mikilvæg og unnið að þeim daglega í rekstrinum. 

UN Women

BYKO styrkti verkefni UN Women í Úkraínu á árinu vegna stríðsástandsins á móti viðskiptavinum BYKO sem gafst færi á að bæta við upphæð við heildarupphæð í sínum kaupum. Fjárhæðin sem safnaðist rann til verkefna UN Women í Úkraínu, sem voru fjölmörg og ólík.

Í austurhluta Úkraínu, þar sem átökin hafa verið hvað hörðust, lá mest á lífsnauðsynlegri neyðaraðstoð. Í vestur Úkraínu snerust verkefni UN Women að því að tryggja konum á flótta húsnæði, heilbrigðisþjónustu, lagalega þjónustu og fjárhagslegan stuðning. Þá styður UN Women í Úkraínu við ýmis félagasamtök, þ.m.t. kvennaathvörf, gistiskýli fyrir heimilislausar konur, úrræði fyrir konur í vændi og athvörf fyrir Róma fólk á flótta, en fordómar hamla því oft að þau hljóti skjól og aðstoð.


Félagasamtök

BYKO er aðili að eftirfarandi félagasamtökum;

Samfélagssjóður

BYKO sýnir samfélagslega ábyrgð í verki og leitast við að styðja við verkefni sem samræmast stefnu félagsins, gildum og þeim heimsmarkmiðum sem félagið starfar eftir.

Verkefni sem snúa að sjálfbærni eða að umsækjandi/fyrirtæki/félagasamtök starfi með sjálfbærni að leiðarljósi styrkir stöðu umsóknar þar sem umsækjendur eru hvattir til að vinna eftir stoðum sjálfbærninnar sem eru umhverfismál, félagsleg mál og stjórnarhættir. Verkefni sem snúa að heilbrigði og hreyfingu í barnastarfi og/eða uppbyggingar í samfélaginu falla vel að.
 Nánar má lesa um sjóðinn hér

Hagsmunaaðilar


Hagsmunaaðilum BYKO má skipta í tvennt, innri og ytri hagsmunaaðila. BYKO gerir ekki sérstaka hagsmunaaðilagreiningu á forsendum samfélagsábyrgðar. Fyrirtækið lætur aftur á móti gera viðhorfskannanir meðal viðskiptavina, starfsmanna og almennings á ýmsum atriðum sem snerta starfsemi fyrirtækisins.

Áherslur BYKO varðandi hagsmunaaðila

  • Að gera vöruframboð BYKO vistvænna, þannig að vörurnar verði leyfilegar í umhverfisvottuð hús byggð samkvæmt norræna umhverfismerkinu Svaninum, vistvottunarkerfinu BREEAM og vistvottunarkerfinu LEED
  • Kynna vistvænar byggingaraðferðir fyrir fagfólki svo sem hönnuðum, arkitektum, verkfræðingum, verktökum, iðnaðarmönnum, ákvörðunartökuaðilum og menntastofnunum
  • Samstarf við birgja að skoða hvort núverandi vöruframboð þeirra uppfylli kröfur til að vera notaðar í Svansvottuð hús, vistvottunarkerfið BREEAM og vistvottunarkerfið LEED
  • Að starfsfólk BYKO sæki námskeið til að afla sér réttinda til að auka fagþekkingu

Fræðslan hefur verið framkvæmd í gegnum námskeið hjá skólum, opnum fyrirlestrum, verktakafundum og samstarfsverkefnum með birgjum. Framkvæmdastjórar BYKO, vöruflokkastjórar og sölumenn á  fyrirtækjasviði ásamt utanaðkomandi ráðgjafa unnu að greiningu hagsmunaaðila. Til að meta mikilvæg viðfangsefni var horft til kannana sem fyrirtækið lætur framkvæma meðal viðskiptavina annars vegar og starfsmanna hins vegar. 


Athugasemdir starfsmanna sem og viðskiptavina koma áleiðis í gegnum ráðstefnur, fyrirlestra, námskeið, með tölvupósti og í gegnum starfsfólk í verslunum. BYKO er orðið sýnilegra og virkari á markaðnum er varðar sjálfbærniaðgerðir.

Starfsmaður framþróunarsviðs BYKO sótti BREEAM námskeið árið 2021 til að afla sér réttinda sem BREEAM Associate og LEED námskeið árið 2022 sem LEED Green Associate og getur þar af leiðandi veitt faglega ráðgjöf til þeirra viðskiptavina sem hyggjast á vottun á byggingarframkvæmd.

Sjónarmið viðskiptavina og starfsmanna endurspeglast meðal annars í efnistökum þessarar skýrslu. Mikilvægi viðfangsefna skýrslunnar má skipta í tvennt;

  1. Samfélagsáhrif (fjárhagsleg, umhverfisleg og félagsleg) í innra starfi BYKO
  2. Hvernig BYKO getur auðveldað viðskiptavinum og öðrum hagsmunaaðilum í samfélaginu að tileinka sér vistvænar byggingaaðferðir. 

Viðfangsefnin tengjast einnig heimsmarkmiðunum sem BYKO leggur áherslu á og er því betur lýst í kaflanum um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sjá nánar hér.

Helstu hagaðilar í vistvænni mannvirkjagerð 

Þátttaka í nýsköpun 


BYKO hefur tekið þátt árlega í nýsköpunarverkefnum, bæði til að styðja við bakið á frumkvöðlum og ekki síður til að skapa og miðla þekkingu út á markaðinn til að hafa áhrif til betri vegar.

Þau verkefni sem BYKO tók þátt í á árinu; 

Hönnunarstofan Plastplan

Hringrás plastefna með því að taka það plast sem fellur til í BYKO og þróa og framleiða úr því ný og falleg verk. Á árinu 2022 var fyrsta varan framleidd, þúsund stykki af blómapottum merktir 60 ára afmæli BYKO, en þeir voru kynntir á afmælishátíð BYKO þar sem fræðsla um hringrásarhagkerfið fór fram og viðskiptavinir gróðursettu blóm í pottinn og fengu að taka  með sér heim. 

Arkís arkitektar

Farið var í samstarf við Arkís arkitekta um Svansvottaðar endurbætur á gömlu atvinnuhúsnæði á Kársnesinu, þeim framkvæmdum lauk á árinu 2022. BYKO var samstarfsaðili verkefnisins og var hlutverk okkar að veita ráðgjöf við efnisval á vistvænum byggingarefnum. Gluggar komu frá BYKO LAT sem eru leyfilegir í Svansvottuð hús en BYKO hefur framleitt glugga í yfir 30 ár sem eru sérhannaðar fyrir íslenskar aðstæður. 

Visthönnun

Árið 2020 hófst samstarf við Visthönnun sem reisir Svansvottað einbýlishús í Hafnarfirði, það hús er byggt úr CLT einingum og rík áhersla lögð á að sem mest af efninu sé vottað, áætlað er að því verkefni ljúki á árinu 2023. Hlutverk BYKO er að veita faglega ráðgjöf við vistvæn byggingarefni.

Mannauður


Við hjá BYKO trúum við því að starfsfólkið okkar sé okkar mikilvægasta auðlind til að ná árangri. Því hefur félagið sett sér þá framtíðarsýn að skapa bestu heildarupplifun starfsfólks af BYKO sem vinnustað.

Mikið hefur verið unnið í átt að þeirri framtíðarsýn á árinu en ljóst er að um langtímaverkefni er að ræða ef vel skal takast. Lykillinn að því að fá gott starfsfólk til starfa er að hafa gott orðsport, sterka ímynd og vinnustað sem starfsfólk mælir með. Framtíðarsýn okkar vinnur að því markmiði.

Líkt og fyrra ár þá lituðust mannauðsmál af Covid-19 fyrri hluta ársins. Áhersla var lögð á að upplýsa starfsfólk um stöðuna hverju sinni ásamt því að hvetja starfsfólk til að huga að andlegri og líkamlegri líðan á tímum heimsfaraldurs. Innri smitrakning félagsins stuðlaði að því að róður félagsins á tímum heimsfaraldurs gekk vonum framar. Mannauðsstefna félagsins hefur verið til endurskoðunar á árinu og verður gefin út á árinu 2023.

Á árinu 2021 hóf félagið samstarf við Great Place to Work. Samstarfið felur í sér greiningu á BYKO sem vinnustað, bæði menningarlega og með vinnustaðagreiningu. Í greiningunni er lögð áhersla á þjá megin lykilkvarða, traust, vellíðan og helgun. Niðurstöður vinnustaðagreiningarinnar veittu BYKO viðurkenningu sem frábær vinnustaður og á lista yfir bestu vinnustaði á Íslandi og í Evrópu. Í niðurstöðum kemur fram að 70% starfsfólks ber traust til félagsins, helgun mældist 71% og vellíðan 66%. Félagið stefnir á að ná enn betri árangri á þeim lykilkvörðum á árinu 2023.

Jafnréttisvegferð

Á árinu 2021 voru lögð grunnskref að jafnréttisvegferð félagsins þar sem jafnlaunastefna og jafnréttisáætlun félagsins var tekin til endurskoðunar. Áður hefur félagið sett jafnrétti á oddinn með því að velja heimsmarkmið um jafnrétti sem eitt af sínum kjarnamarkmiðum.

Árið 2019 skrifaði BYKO undir jafnvægisvog FKA. Á árinu 2022 hlaut BYKO viðurkenningu jafnvægisvogarinnar annað árið í röð, fyrir árangur félagsins í að jafna hlut kvenna og karla í framkvæmdastjórn og stjórn félagsins.

BYKO hlaut jafnlaunavottun í febrúar 2020 og stóðst viðhaldsúttekt fyrir árin 2020, 2021 og endurvottunarúttekt 2022. Launamunur kynjanna náði ekki markmiði félagsins í síðustu greiningu. Launamunur heildarlauna mældist 6,4% konum í óhag og launamunur grunnlauna mældist 3,5% konum í óhag. Breytingar voru gerðar á starfsmatskerfi félagsins á árinu sem hefur þau áhrif að launamunur hækkar tímabundið þar sem lögð var áhersla á að sníða kerfið ekki að núverandi launum heldur störfunum sem greitt er fyrir. Við höldum þó ótrauð áfram að ná markmiði okkar um innan við 1% launamun.

  • Lesa nánar

    BYKO hefur mótað viðbragðsáætlun fyrir einelti, kynbundnu áreitni, kynferðislegri áreitni og ofbeldi (EKKO). Á árinu 2021 stofnaði BYKO til samstarfs við Siðferðisgáttina og gerir þar með starfsfólki kleift að leita til utanaðkomandi óháðs aðila ef upp koma erfið mál. Mælingar á tíðni atvika, upplifunar og tilkynninga er hluti af árlegu mati á sálfélagslegum þáttum. Sálfélagslegt mat sem framkvæmt var á árinu 2022 sýndi að tilfellum EKKO hafði fækkað frá fyrra ári.


    BYKO styður við starfsfólk sem vill nýta sér rétt sinn til foreldra- og fæðingarorlofs og höfða þar til allra kynja. 


    Á árinu 2022 fóru 26 einstaklingar í fæðingar- og eða foreldraorlof, að meðaltali 2,54 mánuði hver. Konur fóru að meðaltali í 5,5 mánuði en karlar í 1,8 mánuði. Aukning hefur verið á lengd orlofs frá  fyrra ári um 0,5 mánuði pr. einstakling. Konur eru að jafnaði 3 mánuði lengur en á fyrra ári og karlar 0,13 mánuði lengur. Á árinu var áfram lögð áhersla á styttingu vinnutíma og fjölda samfelldra vinnudaga hjá starfsfólki í verslunum. Markmið styttingunnar er að huga enn frekar að andlegri og líkamlegri líðan starfsfólks með auknu jafnvægi milli vinnu og einkalífs.

    Við erum meðvituð um jafnréttissjónarmið og fjölbreytileika þegar kemur að markaðsefni félagsins og meðvitað vinnum við að því að brjóta niður staðalímyndir í byggingar- og verslunariðnaði. Einnig viljum við vera eftirsóknarverður vinnustaður fyrir einstaklinga af fjölbreyttum uppruna og greiðir BYKO fyrir íslenskukennslu fyrir starfsfólk með annað móðurmál en íslensku. Mikil vinna hefur átt sér stað innan BYKO til að tryggja tryggja jafnrétti, bæði með því að fjölga konum í stjórnendastöðum, hvetja konur til að sækja um störf hjá fyrirtækinu og fá jafnlaunavottun. 


    Í nóvember 2022 var svo stigið enn eitt skrefið í jafnréttisvegferðinni þegar BYKO bauð hópi kvenna úr mannvirkjaiðnaði með í fræðsluferð til Riga í Lettlandi en BYKO hefur um árabil boðið fagaðilum í mannvirkjaiðnaði til Riga til að fræðast um vörur BYKO-Lat og Knauf. 


    Hingað til hafa þessar ferðir verið að mestu karlmenn úr mannvirkjaiðnaði en í þetta sinn var ákveðið að bjóða ríflega 20 konum úr mannvirkjaiðnaði í ferðina. Hópurinn kom úr ýmsum áttum - hönnuðir, arkitektar, eigendur og stjórnendur verktakafyrirtækja, sjálfbærnisérfræðingar, verkfræðingar o.fl. Ótrúlega magnaður hópur af öflugum konum sem heimsóttu timburvinnslu, einingahúsa-, glugga- og hurðaframleiðslu BYKO-Lat og gipsframleiðandann Knauf ásamt því að skoða Mežaparks Open-Air Stage dans- og tónlistahöllina og hitta þar arkitektana sem hönnuðu mannvirkið í fræðslu og spjall.

Fræðsla og þjálfun starfsfólks

BYKO skólinn sem var stofnaður í lok árs 2019 hefur náð að festa sig í sessi og var hann haldinn þrisvar sinnum á árinu 2022. Áhuginn á skólanum hefur verið mikill og hafa margir eldri starfsmenn sýnt skólanum áhuga og hafa óskað eftir að fá setjast á skólabekkinn. Skólinn er hugsaður sem fræðsla fyrir nýtt starfsfólk þar sem þeir fá kynningu á flestu sem tengist BYKO s.s. gildi, sögu BYKO og hlutverk deilda. Í þessi þrjú skipti á árinu 2022 hafa 39 einstaklingar setið skólann. 

Áfram var unnið að því að færa fræðslumál á rafrænt form og framleiða efni innanhúss. Á árinu var tekið í gagnið rafrænt fræðslukerfi. Með því komum við betur til móts við þarfir starfsfólks um fjölbreytta fræðslu sem er þeim aðgengileg þegar þeim hentar. Einnig útbúið námslínur fyrir mismunandi störf og þar með ná betur að aðlaga nám að þörfum hvers og eins. Lögð er áhersla á að efnið á fræðsluvef gagnist starfsfólki bæði í vinnu og einkalífi. Á árinu hóf félagið samstarfsverkefni með Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Mímir símenntun varðandi raunfærnimat. Verkefnið gerir starfsfólki BYKO kleift að fá útgefið fagbréf (30 framhaldsskólaeiningar) fyrir þá þekkingu og reynslu sem þau hafa aflað sér í vinnu. Innri úttektaraðilar (starfsfólk BYKO) sér um framkvæmd raunfærnismat í samstarfi við Mímir og Verslunarskóla Íslands. Starfsfólki býðst að nýta einingarnar í námið verslun og þjónusta sem kennt er í Verslunarskóla Íslands

  • Lesa nánar

    Á árinu hóf félagið samstarfsverkefni með Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Mímir símenntun varðandi raunfærnimat. Verkefnið gerir starfsfólki BYKO kleift að fá útgefið fagbréf (30 framhaldsskólaeiningar) fyrir þá þekkingu og reynslu sem þau hafa aflað sér í vinnu. Innri úttektaraðilar (starfsfólk BYKO) sér um framkvæmd raunfærnismat í samstarfi við Mímir og Verzlunarskóla Íslands. Starfsfólki býðst að nýta einingarnar í námið verslun og þjónusta sem kennt er í Verslunarskóla ÍslandsÞað nám gengur upp í einingarfjölda fyrir stúdentspróf. Með verkefninu er félagið að leggja sitt að mörkum til að  aðstoða starfsfólk sitt sem hefur áhuga á að ljúka framhaldsskólanámi. Á árinu var ráðist í fræðslu meðal stjórnenda, nýliða og aðila í jafnréttisnefnd félagsins um ómeðvitaða hlutdrægni og leiðir til að draga úr áhrifum þess. Fræðslan var liður í jafnréttisvegferð félagsins og markmiði um að höfða til allra kynja sem góður vinnustaður.

Líðan og heilsa starfsólks

Á árinu 2022 var höfðað til starfsfólks í meira mæli en áður að huga að andlegri og líkamlegri líðan ásamt því að benda á upplýsingar, tæki og tól sem gætu gagnast þeim á þeirri vegferð.

BYKO lét líka framkvæma samfélagslegt áhættumat í lok árs 2022. Öllu starfsfólki bauðst að taka þátt í könnuninni og var svarhlutfallið 50%. Meðal annars voru mældar sex lykilspurningar á kvarðanum 1-5. Starfsánægja (3,9), ánægja með næsta stjórnanda (4,1), jafnvægi milli vinnu og einkalífs (3,7) og sveigjanleiki í starfi (3,8) mældist á starfhæfu bili en nauðsynleg fræðsla (3,3) og streita í starfi (2,8) á aðgerðarbili. Í fylgnigreiningu kemur fram að heildaránægja og stjórnun hefur mest áhrif á hverju jákvætt starfsfólk svarar spurningum könnunarinnar. Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að tilfellum eineltis hefur fækkað um 1% frá fyrra ári, tilfellum kynferðislegrar áreitni fækkað um 2%, tilfellum kynbundnar áreitni fækkað um 4% og tilfellum ofbeldis fækkað um 3%.

  • Lesa nánar

    Aðgangur starfsfólk að trúnaðarlækni, flensusprautu og heilsufarsmælingu er þeim að kostnaðarlausu. BYKO greiðir allt að fjóra tíma í velferðarþjónustu fyrir starfsfólk á ári eða endurgreiðir kostnað vegna sambærilegrar þjónustu, að hámarki 76.000 kr.

    Starfsfólki hefur boðist síðustu þrjú ár að gera samgöngusamning um nýtingu á vistvænum samgöngum til og frá vinnu gegn greiðslu á mánaðarlegum styrk. Styrkurinn er 7.500 kr á mánuði og er skattfrjáls. 

    Á árinu 2022 nýttu 57 einstaklingar sér samgöngustyrk félagsins eða að meðaltali 36 einstaklingar í hverjum mánuði. Líkamsræktarstyrkurinn er 25.000 kr á hverju ári. Árið 2021 voru 89 einstaklingar sem nýttu sér styrk félagsins samanborið við 41 árið áður.  Á árinu var tekið í notkun sjálfvirkt ferli við umsókn um styrki sem auðveldar starfsfólki að sækja um og fylgjast með stöðu á sóttum styrkjum. Umsóknum um styrki hefur fjölgað samhliða upptöku á nýju ferli

Félagið studdi starfsfólk sitt til að stuðla að bættri líðan og heilsu

Líkamsræktar styrkur

Flensusprauta

Heilsufarsskoðun

Aðgengi að trúnaðarlækni

Velferðarþjónusta

Velferðarstyrkur

Öryggi og vinnuvernd

Öryggis- og eftirlitsdeild BYKO sér um málefni vinnuverndar hjá BYKO og starfa þriggja manna öryggisnefndir á öllum starfsstöðvum fyrirtækisins. Nefndirnar eru sjö talsins og í þeim er öryggistrúnaðarmaður starfsfólks (kosinn af starfsfólki), stjórnandi á starfsstöð (öryggisvörður) og öryggisstjóri BYKO eða annar meðlimur öryggis- og eftirlitsdeildar.  

  • Lesa nánar

    Forgangsmál ársins voru gerð áhættumats, endurunnin áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað og innleiðing hennar. Á árinu var áhættumat framkvæmt, neyðaráætlun útbúin sem og öryggishandbók uppfærð. Allir fulltrúar í öryggisnefndum hafa einnig fengið viðeigandi námskeið í öryggis- og vinnuverndarmálum. Árið 2021 færðumst við alfarið yfir í rafrænt áhættumat, það er verkefni sem var unnið innan BYKO. Rafrænt áhættumat hefur nú verið notað í 2 ár og árangurinn ekki látið á sér standa. Gerð og uppfærsla áhættumats er mun einfaldara og fljótvirkara, enn fremur er áhættumatið nú í stöðugri endurskoðun og því vinnan við sjálft formlega endurmatið orðin sáralítil. 


    Á árinu 2022 samdi BYKO við Vinnuverndarnámskeið.is um alhliða fræðslustýringu vinnuverndarmála og ráðgjöf við Öryggis- og eftirlitsdeild. Samstarfið hefur nú þegar skilað okkar miklum árangri og reynsla starfsfólks þjónustuaðilans sem fyrrum starfsmenn Vinnueftirlitsins nýst okkur gríðarlega vel í allri framþróun og eftirliti með starfsemi okkar sem getur á köflum reynst varasöm sér í lagi þar sem umferð vinnuvéla er þung. Á næstu misserum munum við styrkja vinnuverndarmálin til muna með áframhaldandi samstarfi við þennan frábæra þjónustuaðila. 


    Á árinu voru haldin 60 öryggisnámskeið fyrir starfsfólk og sóttu 467 úr hópi starfsfólks námskeiðin. Námskeiðahald er að komast á réttan stað aftur eftir heimsfaraldurinn og við höfum verið dugleg að nýta okkur rafræna fræðslu og rafræn lifandi námskeið. Hluti þessara námskeiða eru vinnuvélanámskeið eftir að Öryggis- og eftirlitsdeild tók við ábyrgð með þeirri fræðslu einnig með það í huga að tryggja sömu vönduðu fræðslu fyrir allt starfsfólk sem vinnur á vinnuvélum hjá BYKO og til að ná fram samræmi í réttindamálum og tryggja þar með betur öryggi starfsfólks og ekki síður viðskiptavina okkar. Það er virkilega ánægjulegt frá því að segja að allir æðstu stjórnendur BYKO og millistjórnendur mættu á öryggis og vinnuverndarfræðslu ársins. Námskeiðshaldarar tóku það sérstaklega fram að þetta væri í fyrsta sinn sem þeir vissu til að ekki aðeins allir æðstu stjórnendur mæti á slíka fræðslu heldur og einnig forstjórinn. 


    Mannauðsdeild og öryggis- og eftirlitsdeild BYKO í samstarfi framleiða öryggis og fræðslumyndbönd. Mest öll fræðsla öryggisdeildar mun verða á rafrænu formi en þó í bland við hefðbundinn námskeið á starfsstöðvum. Gert er ráð fyrir að myndböndin verði að hluta komin í notkun strax fyrir sumarið 2023. Þessi fræðsla mun vera bæði skyld að hluta en einnig valkvæð fyrir starfsmenn. Stjórnendur hafa fengið eigin fræðsluflokka og fræðsluefni og var sérstök áhersla lögð á öryggismenntun stjórnenda á árinu 2022 og ákveðið var að halda henni áfram á árinu 2023. 


    Öryggisstjóri stýrir deildinni sem telur fimm aðila með vörutalningarhópi og birgðaeftirliti.  

     Á skrifstofu BYKO er einnig starfsmaður sem hefur innra eftirlit að sínu aðalstarfi og heyrir hann undir öryggisstjóra félagsins. Hlutverk hans er að hafa eftirlit með því að viðeigandi verklagsreglum sé fylgt í daglegum rekstri félagsins. Í því skyni er m.a. beitt sérhæfðum upplýsingakerfum.  


    Meginverkefni öryggis- og eftirlitsdeildar eru:  

    Stefnumörkun, þróun og umbótastarf í öryggis- og vinnuvernd  

    Þjálfun og fræðsla ​  

    Vinnuvernd og öryggi starfsfólks  

    Innra og ytra eftirlit með vörurýrnun  

    Vörutalningar, innra og ytra eftirlit með birgðum  

    Rekstur öryggis og björgunarkerfa  

    Áhættumat, innleiðing og eftirlit  

    Verkefnastýring lagerstjóra og vörumóttöku  


    Meginverkefni öryggisnefnda eru:

    Stefnumörkun, þróun og umbótastarf í vinnuvernd  

    Þjálfun og fræðsla ​  

    Vinnuvernd og öryggi starfsfólks  

    Áhættumat, innleiðing og eftirlit  


Vörutalningar

Starfskona er í öryggis- og eftirlitsdeild, hennar hlutverk er að stýra vörutalningum félagsins og heyrir hún undir öryggisstjóra.  
Sítalningar voru innleiddar hjá BYKO á árinu 2021 og hafa gengið afar vel, þróun og innleiðing tókst líkt og stefnt var að og nú eru 2 heil sítalningarár að baki og 85% starfseminnar þegar komin í sítalningarmódelið. Staðföst trú okkar er að sítalningar (stöðugar daglegar vörutalningar) gefi besta mynd af raunstöðu birgða og rýrnun hjá félaginu heilt yfir og gefi færi á snörum viðbrögðum við  óvæntum aðstæðum sem geti bætt flæði varnings og aukið hagnað félagsins. Undir vörutalningarstjóra er svo talningarfólk hverrar deildar.  

Birgðaeftirlit

Í hópi öryggis-og eftirlitsdeildar er starfsmaður sem hefur að aðalstarfi birgðaeftirlit. Hlutverk hans er að setja upp ferla, teikna upp skynsamlegasta flæði varnings í gegnum starfsstöðvar BYKO, innleiða samræmda ferla og styðja við þau svið sem hafa með innkaup og vörustýringu að gera. Markvissar daglegar úttektir á birgðastöðu hjálpa til við birgðastýringu og eflir pöntunarferli okkar og innkaup og tryggir þannig bæði einstaklingum og stærri viðskiptavinum stöðugt flæði hráefna og varnings í Íslenska byggingamarkaðinn.  Þá er í hópi öryggis- og eftirlitsdeildar starfsmaður sem sinnir öryggisgæslu í verslun okkar í Breidd og sinnir einnig fjölbreyttum rýrnunareftirlits og vinnuverndarstörfum samhliða því starfi.  Réttleiki birgða, samræming innleiðinga og ferla. Í lok árs tók öryggis- og eftirlitsdeild við verkefnastýringu með öllum lagerstjórum og vörumóttöku BYKO heilt yfir alla starfsemina. Við væntum þess að innleiðingar ferla og breytingar sem gerðar eru í tengslum við tækniframfarir sérstaklega muni ganga mun betur og hraðar fyrir sig með þessari breytingu. Hópavinna er þegar hafinn og hópurinn orðin vel samstilltur fyrir komandi misseri og allir á sömu stefnu í þeirri vinnu. Sítalningarstjóri og birgðastjóri sjá um daglegt utanumhald með verkefnum þessa hóps en er stýrt af og á ábyrgð öryggisstjóra félagsins. 

Áhættumat og hætta á spillingu

BYKO gerir úttektir á helstu áhættuatriðum í rekstri fyrirtækisins á sex mánaða fresti. Helstu áhættuþættir sem hafa verið greindir í þessum úttektum eru misnotkun afsláttar í sölukerfi, misferli starfsmanna, aðgangur óviðkomandi að lagersvæðum og svikatilraunir í gegnum tölvupóst og netsamskipti.  

Fyrirtækið leggur áherslu á að minnka möguleg misferli á ýmsan máta. Öryggismyndavélum hefur verið komið upp á öllum starfsstöðvum þar sem slíkt er heimilt út frá persónuverndarsjónarmiðum. Stjórnendur, næstráðendur og lykilstarfsmenn hafa fengið fræðslu um verklagsreglur gegn spillingu. Fjórir birgjar hafa verið í samstarfi við BYKO til að greina mögulega áhættu á svikastarfsemi auk þess sem hluti verktaka sem annast störf á athafnasvæði BYKO hafa fengið fræðslu varðandi áhættu á spillingu.  


Tölfræði ársins 2022

Á árinu komu 994 mál á borð öryggis- og eftirlitsdeildar. Stærsti hluti þessara mála eru tengd þjófnaði viðskiptavina eða 71% og um 24% eru öryggisatvik og óhöpp. Sum þessara öryggisatvika eru BYKO óviðkomandi og má þar t.d. nefna árekstra og önnur sambærileg atvik á athafnasvæðum BYKO. Engum viðskiptasamningi var sagt upp á árinu vegna atvika sem upp komu.  Níu starfsmenn fengu áminningu eða uppsögn vegna atvika á árinu

Starfsmannafélagið Kvistur

Eftir aðalfund vorið 2022 tók ný stjórn alfarið við starfsmannafélagi BYKO. Að sumri var haldin nafnasamkeppni meðal starfsfólks um nýtt nafn á félaginu og hlaut nafnið Kvistur flest atkvæði og gengur félagið því undir nafninu Kvistur í dag. Félagið fékk í kjölfarið nýtt merki.

Tilgangur félagsins er að standa fyrir skemmtunum og ýta undir félagsstarf meðal starfsfólks BYKO og stuðla þannig að samheldni og ánægju þvert á deildir, svið og starfsstöðvar.

  • Lesa nánar

    Félagið fær greiðslur annarsvegar frá félagsfólki og hins vegar í formi styrks frá BYKO. Greiðslur frá félagsfólki renna beint í deildarsjóði. Starfsfólk á Akureyri og Selfoss greiða í eigin starfsmannafélög. 


    Fyrirtækið sér um árshátíð og haustfagnað en Kvistur starfsmannafélag er með aðra viðburði á sínum snærum í góðu samstarfi við fyrirtækið. Árið 2022 var haldinn nýr viðburður fyrir fólk yngra en 20 ára og var farið í Paintball. Í október var haldinn félagsfundur þar sem nýtt nafn félagsins var kynnt og í nóvember var haldinn stór gleðskapur sem kallaður var Aðventufest, sem kom að þessu sinni í stað Októberfests og Jólatónleika.

    Framundan árlega verða viðburðir á borð við páskabingó og skógræktarferð þar sem starfsfólk og fjölskyldur fara saman að Drumboddsstöðum að gróðursetja tré og eiga góða stund. Einnig verður aðalfundur félagsins haldinn snemma árs 2023, þar sem kosið verður til stjórnar og ný lög lögð fram til samþykktar.


    Kvistur hefur til umráða frístundahús að Drumboddsstöðum. Húsaskipti áttu sér stað að hausti 2022 þar sem eigendur BYKO fluttust í minna húsið á svæðinu og Kvistur fékk stærra húsið til afnota. Það  hús er stærra, á tveimur hæðum og hefur þrjú góð svefnherbergi, stóra stofu, nýtt eldhús, stóran og góðan pall með heitum potti. Fyrirhuguð er vinna á lóðinni, færa til leiktæki frá minna húsinu yfir að stóra húsinu, rífa gamlan vinnuskúr á svæðinu og bæta aðstöðuna að utan sem innan. Félagar geta sótt um dvöl í húsinu allt árið um kring, helgardvöl á veturna og vikudvöl á sumrin og er verði stillt í hóf.

Share by: