Sjálfbærni

skýrsla BYKO 2022


BYKO gefur út í fjórða sinn sjálfbærniskýrslu í samræmi við meginatriði (core) í viðmiðum Global Reporting Initiative (GRI) og fylgir skýrslan viðmiðum GRI Standards sem tóku í gildi 1.júní 2018.   

GRI gefur út sérákvæði fyrir fasteigna og byggingariðnað (Construction and Real Estate) en BYKO metur sem svo að þau séu ekki viðeigandi fyrir fyrirtækið þar sem BYKO er birgi fyrir önnur fyrirtæki en er ekki byggingarfyrirtæki. Skýrslan fylgir Greenhouse Gas Protocol aðferðafræðinni og umfang losunar er markað í starfsemi BYKO byggt á einingum sem stýrt er rekstrarlega (operational control).

Sjálfbærni

skýrsla

BYKO 2022


BYKO gefur út í fjórða sinn sjálfbærniskýrslu í samræmi við meginatriði (core) í viðmiðum Global Reporting Initiative (GRI) og fylgir skýrslan viðmiðum GRI Standards sem tóku í gildi 1.júní 2018.   

GRI gefur út sérákvæði fyrir fasteigna og byggingariðnað (Construction and Real Estate) en BYKO metur sem svo að þau séu ekki viðeigandi fyrir fyrirtækið þar sem BYKO er birgi fyrir önnur fyrirtæki en er ekki byggingarfyrirtæki. Skýrslan fylgir Greenhouse Gas Protocol aðferðafræðinni og umfang losunar er markað í starfsemi BYKO byggt á einingum sem stýrt er rekstrarlega (operational control).


Í skýrslunni er gerð grein fyrir rekstri starfstöðva BYKO en fyrirtækið rekur verslanir á Akureyri, Suðurnesjum, Selfossi, Reykjavík og Kópavogi. Í skýrslunni er einnig gerð grein fyrir rekstri vöruhúsa í umsjón BYKO, þ.e. í Kjalarvogi og rekstri vörulagers BYKO Leigu, sem er staðsett að Selhellu Hafnarfirði. Vöruhúsaþjónusta sem BYKO úthýsir til 3ja aðila, Bakkinn, er ekki hluti af skýrslunni. Vöruflutningar til landsins eru hluti umfangi skýrslunnar en ekki forflutningar erlendis. Flutningar á milli starfsstöðva BYKO eru einnig hluti skýrslunnar en ekki vöruflutningar til viðskiptavina.

  • Lesa nánar

    Skýrslan afmarkast þannig við starfsemi BYKO en ekki móður- eða systurfélaga. BYKO á einnig 25% hlut í Steinullarverksmiðjunni hf. og 51% hlut í Fasteignafélaginu Smiðjuvöllum 9 ehf. og eru utan viðfangs þessarar skýrslu.


    Nýtt skipurit tók gildi í nóvember 2022. Breytingin fólst í því að framkvæmdastjóri vörustýringar lét af störfum og nýr framkvæmdastjóri tók við starfinu. Aðrar breytingar voru ekki gerðar á skipuriti fyrirtækisins. Allar upplýsingar í skýrslunni eiga við um árið 2022 nema annað sé tekið fram. Fjárhagslegar upplýsingar í skýrslunni eru fengnar úr endurskoðuðum ársreikningi BYKO. Umhverfisupplýsingar voru fengnar gegnum gagnagátt Klappa frá birgjum BYKO. Tölur frá Klöppum voru bornar saman við upplýsingar frá birgjum. Við útreikninga á losun gróðurhúsaloftegunda er stuðst við losunarstuðla sem Umhverfisstofnun leggur til að séu notaðir til að reikna út losun frá rekstri fyrirtækja (5 útgáfa 2022). Upplýsingar um losun frá flugi eru fengnar frá alþjóða flugmálastofnuninni (ICAO). Upplýsingar vegna flutninga eru frá viðkomandi flutningafyrirtæki. Gerð er grein fyrir frávikum í upplýsingum og útreikningum þar sem það á við, undir hverjum mælikvarða fyrir sig. Samfélagsupplýsingar, þar með talið mannauður eru fengnar úr innri kerfum BYKO. Valdir GRI vísar í skýrslunni  voru staðfestir af KPMG. Nánari mörk staðfestingarinnar má finna hér


Ávarp forstjóra


Aukin lífsgæði og komandi kynslóðir

Við í BYKO höfum sett okkur skýra stefnu í sjálfbærni þar sem við leggjum áherslu á umhverfislega- félagslega- og efnahagslega sjálfbærni í okkar daglegum rekstri. Við gerum okkur grein fyrir okkar ábyrgð þegar horft er til byggingariðnaðarins en hann er einn af undirstöðu atvinnugreinum þjóðarinnar og horfa má til að í kringum 8% af landsframleiðslu komi frá þeirri atvinnugrein en að jafnaði starfar um 20.000 manns í greininni. Ef horft er til alls iðnaðar á Íslandi þá stendur hann undir rétt rúmlega undir 25% af landsframleiðslu. Byggingariðnaðurinn er hins vegar hvað einn mest mengandi iðnaður á heimsvísu þar sem honum fylgir mikil auðlindanotkun, losun gróðurhúsalofttegunda og myndun úrgangs. 


Tölur sýna að rekja megi um helming auðlindanýtingar í Evrópu og allt að 40% losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu til iðnaðarins. Kolefnislosun frá byggingariðnaði  er áætluð um 360.000 tonn CO2 ígilda á ári og 45% af kolefnisspori íslenskra bygginga má rekja til innlendrar og erlendrar framleiðslu byggingarefna. Stærsti hluti kolefnisspors íslenska bygginga stafar þannig frá byggingarefnum og hefur iðnaðurinn, í samvinnu við stjórnvöld, sett sér þau markmið að draga úr árlegri kolefnislosun bygginga á Íslandi um 43% fyrir árið 2030. BYKO skrifaði undir loftlagsyfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Festu árið 2021 um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif með aðgerðum en með markvissum aðgerðum til langs tíma náum við saman að hafa áhrif og draga úr kolefnisspori frá rekstri og mynda bindingu á sama tíma með mótvægisaðgerðum. 

Af ástæðu höfum við hjá BYKO ekki sett okkur eiginleg markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2040, það er liður í vegferðinni að setja sér raunhæf mælanleg markmið, unnin með sérfræðingum, að greina hvaða fleiri aðgerðir fyrirtækið getur farið í og raunverulega náð þeim markmiðum sem sett eru um hlutleysi. BYKO vinnur engu að síður út frá þeirri sýn að kolefnisjafna starfsemi sé gilt og gott markmið en setja þarf markið hærra, byggt á þeirri staðreynd að skuld við fortíðina stendur eftir sem áður. Stefna BYKO er því að draga úr losun eða þeim neikvæðu áhrifum sem fyrirtækið hefur á umhverfið eins mikið og hægt er og binda það sem eftir stendur með skógrækt í eigin landi, eins og gert hefur verið undanfarin 35 ár.Sjálfbærni hefur í för með sér breytt viðhorf fólks til hegðunar og atferlis sem hefur þá um leið áhrif á menningu samfélaga.

Félagslegi þáttur sjálfbærninnar tengir okkur við þau miklu verðmæti sem mannauðurinn felur í sér. Okkar staðfasta trú er sú að fjölbreytileikinn leiði okkur að betri niðurstöðu, sem felur í sér jafnrétti, óháð kynþáttum, uppruna,  kynhegðun, trú, stöðu eða stétt. Okkar mat að augljósasta leiðin að góðu fólki er að vera góður vinnustaður með sjálfbærni að leiðarljósi.   

BYKO hefur haft síðustu árin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Þar er unnið eftir kjarnamarkmiðum sem samræmast hlutverki, kjarnastarfsemi og þeirra ábyrgðar sem fyrirtækið telur sig þurfa standa við og þá um leið getur haft áhrif á.

Það er von okkar að skýrslan veiti öðrum innblástur en ekki síður að lesendur hafi samband og komi með tillögur um það hvernig við getum bætt okkur enn meira.  

  • Lesa nánar

    Við í BYKO viljum vera leiðandi afl þegar kemur að vistvænum áherslum í byggingariðnaði. Hvatarnir fyrir vistvænum byggingum er margir. 


    Í fyrsta lagi viljum við ekki skerða möguleika komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Í öðru lagi er um að ræða fjárhagslegan og þá um leið arðbæran hvata að byggja vistvænni byggingar. Tölur úr ýmsum rannsóknum hafa sýnt að byggingar sem uppfylla umhverfisvottun eru verðmætari, hafa betri ímynd og draga til sín lægri rekstrarkostnað á líftímanum. Í þriðja lagi er heilsufarslegur hvati en minni notkun skaðlegra og heilsuspillandi efna í byggingarvörum stuðlar að heilnæmara umhverfi. 


    Ein af stærstu áskorunum verslunar og þjónustu í dag er að  innleiða sjálfbærni í allri aðfangakeðjunni. Verslunin er hlekkur aðfangakeðjunnar  sem tengir saman birgja, framleiðendur og viðskiptavini, þar sem viðhorf og neysluvenjur fólks eru stöðugt að breytast, fólk gerir auknar kröfur til fyrirtækja. Áskoranirnar eru því margar og ein af þeim er að rýna dýpra í aðfangakeðjuna og setja nýjar áherslur. Ein af þeim áherslum er að horfa á hringrásarhagkerfið í heild, að vörur sem eru keyptar inn séu í umhverfisvænni umbúðum sem auðvelt er að endurvinna og/eða endurnýta áfram.  

    Sjálfbærni hefur í för með sér breytt viðhorf fólks til hegðunar og atferlis sem hefur þá um leið áhrif á menningu samfélaga. Félagslegi þáttur sjálfbærninnar tengir okkur við þau miklu verðmæti sem mannauðurinn felur í sér. Okkar staðfasta trú er sú að fjölbreytileikinn leiði okkur að betri niðurstöðu, sem felur í sér jafnrétti, óháð kynþáttum, uppruna,  kynhegðun, trú, stöðu eða stétt. Okkar mat að augljósasta leiðin að góðu fólki er að vera góður vinnustaður með sjálfbærni að leiðarljósi.   


    BYKO hefur haft síðustu árin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Þar er unnið eftir kjarnamarkmiðum sem samræmast hlutverki, kjarnastarfsemi og þeirra ábyrgðar sem fyrirtækið telur sig þurfa standa við og þá um leið getur haft áhrif á. 

    Það er von okkar að skýrslan veiti öðrum innblástur en ekki síður að lesendur hafi samband og komi með tillögur um það hvernig við getum bætt okkur enn meira.  

    Af ástæðu höfum við hjá BYKO ekki sett okkur eiginleg markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2040, það er liður í vegferðinni að setja sér raunhæf mælanleg markmið, unnin með sérfræðingum, að greina hvaða fleiri aðgerðir fyrirtækið getur farið í og raunverulega náð þeim markmiðum sem sett eru um hlutleysi. BYKO vinnur engu að síður út frá þeirri sýn að kolefnisjafna starfsemi sé gilt og gott markmið en setja þarf markið hærra, byggt á þeirri staðreynd að skuld við fortíðina stendur eftir sem áður. Stefna BYKO er því að draga úr losun eða þeim neikvæðu áhrifum sem fyrirtækið hefur á umhverfið eins mikið og hægt er og binda það sem eftir stendur með skógrækt í eigin landi, eins og gert hefur verið undanfarin 35 ár.


    Við í BYKO viljum vera leiðandi afl þegar kemur að vistvænum áherslum í byggingariðnaði. Hvatarnir fyrir vistvænum byggingum er margir. Í fyrsta lagi viljum við ekki skerða möguleika komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Í öðru lagi er um að ræða fjárhagslegan og þá um leið arðbæran hvata að byggja vistvænni byggingar. Tölur úr ýmsum rannsóknum hafa sýnt að byggingar sem uppfylla umhverfisvottun eru verðmætari, hafa betri ímynd og draga til sín lægri rekstrarkostnað á líftímanum. Í þriðja lagi er heilsufarslegur hvati en minni notkun skaðlegra og heilsuspillandi efna í byggingarvörum stuðlar að heilnæmara umhverfi. 


    Ein af stærstu áskorunum verslunar og þjónustu í dag er að  innleiða sjálfbærni í allri aðfangakeðjunni. Verslunin er hlekkur aðfangakeðjunnar  sem tengir saman birgja, framleiðendur og viðskiptavini, þar sem viðhorf og neysluvenjur fólks eru stöðugt að breytast, fólk gerir auknar kröfur til fyrirtækja. Áskoranirnar eru því margar og ein af þeim er að rýna dýpra í aðfangakeðjuna og setja nýjar áherslur. Ein af þeim áherslum er að horfa á hringrásarhagkerfið í heild, að vörur sem eru keyptar inn séu í umhverfisvænni umbúðum sem auðvelt er að endurvinna og/eða endurnýta áfram.  


    Sjálfbærni hefur í för með sér breytt viðhorf fólks til hegðunar og atferlis sem hefur þá um leið áhrif á menningu samfélaga. Félagslegi þáttur sjálfbærninnar tengir okkur við þau miklu verðmæti sem mannauðurinn felur í sér. Okkar staðfasta trú er sú að fjölbreytileikinn leiði okkur að betri niðurstöðu, sem felur í sér jafnrétti, óháð kynþáttum, uppruna,  kynhegðun, trú, stöðu eða stétt. Okkar mat að augljósasta leiðin að góðu fólki er að vera góður vinnustaður með sjálfbærni að leiðarljósi.   

    BYKO hefur haft síðustu árin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Þar er unnið eftir kjarnamarkmiðum sem samræmast hlutverki, kjarnastarfsemi og þeirra ábyrgðar sem fyrirtækið telur sig þurfa standa við og þá um leið getur haft áhrif á. 


    Það er von okkar að skýrslan veiti öðrum innblástur en ekki síður að lesendur hafi samband og komi með tillögur um það hvernig við getum bætt okkur enn meira.  

Saman náum við árangri og slagorðið okkar á vel við í þessum efnum

„Gerum þetta saman“

Tekjur

29.559.808 þ.kr

   Hagnaður

1.241.604 þ.kr

  Eigið fé

3.152.257 þ.kr

Fjárfestingar

216.114 þ.kr

Arðsemi eigin fjár

42,00%

Eiginfjárhlutfall

30,60%

Meðal stöðugildi

386

Fjöldi starfsmanna

681

Meðal veikinda-hlutfall

4,63%

Kynjaskipting konur

25,27%

Kynjaskipting karlar

74,50%

Kynjaskipting óskilgreint

0,40%

Kolefnisspor eigin rekstur

331 CO2

Heildarlosun gróðurhúsa lofttegunda

 4.661 CO2

Fjöldi trjáa

gróðursett

3.570 stk

Meðal árleg kolefnis-

binding

1.200 CO2

Tekjur

29.559.808 þ.kr

   Hagnaður

1.241.604 þ.kr

  Eigið fé

3.152.257  þ.kr

Fjárfestingar

216.114 þ.kr

Arðsemi eigin fjár

42,00%

Eiginfjárhlutfall

30,60%

Meðal stöðugildi

386

Fjöldi starfsmanna

681

Meðal veikinda-hlutfall

4,63%

Kynjaskipting konur

25,27%

Kynjaskipting karlar

74,50%

Kynjaskipting óskilgreint

0,40%

Kolefnisspor eigin rekstur

331 CO2

Heildarlosun gróðurhúsa lofttegunda

 4.661 CO2

Fjöldi trjáa

gróðursett

3.570 stk

Meðal árleg kolefnis-

binding

1.200 CO2

Share by: