BYKO hefur sett sér heildstæða sjálfbærnistefnu byggða á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Til stendur að endurskoða og uppfæra sjálfbærnistefnuna í kjölfar vinnu við tvöfalda mikilvægisgreiningu og innleiðingu ESRS staðalsins. Sjálfbærnistefnu BYKO má skoða í heild sinni
hér
Umhverfisstefna BYKO hefur þrjú meginþemu, vistvænt vöruframboð, fræðslu til viðskiptavina og innra starf. Á heimasíðu BYKO má finna ýmis konar fræðslu um vistvæn byggingarefni og vöruframboð BYKO á þeim, þýðingu umhverfismerkja, upplýsingar um vottunarkerfin BREEAM og Svaninn og upplýsingar um vottað timbur. Umhverfisstefnu BYKO má skoða í heild sinni hér
Mannauðurinn er mikilvægasti þáttur fyrirtækja sem vilja ná árangri. BYKO er eitt virtasta og þekktasta vörumerki á Íslandi og með því að vera með virka mannauðsstefnu stuðlar BYKO að því að viðhalda þessari ímynd bæði sem vörumerki og vinnustaður. Mannauðsstefna BYKO er samansett úr þremur stefnum: Jafnlaunastefnu, Starfsmannastefnu og Persónuverndarstefnu.
Skipta út bensín/dísel farartækjum fyrir umhverfisvænni orkubera.
Bjóða viðskiptavinum byggingarefni og vörur sem má nota í hús vottuð með norræna umhverfismerkinu Svaninum og fyrir vistvottunarkerfin BREEAM og LEED.
Umhverfisyfirlýsingar, rekjanleikavottanir og önnur gögn sem vænst er til vottunar í Svaninum, BREEAM og LEED.
Á þessu ári hóf BYKO að innleiða ESRS-staðalinn (e. European Sustainability Reporting Standard). Þessi staðall er hluti af fyrirhugaðri innleiðingu á tilskipun um upplýsingagjöf um sjálfbærni fyrir stór og/eða skráð félög (e. Corporate Sustainability Reporting Directive (CSRD)) í íslenska lagaumhverfið.
Fyrsta skrefið í innleiðingu staðalsins var að framkvæma tvöfalda mikilvægisgreiningu (e. double materiality), sem er aðferðarfræði sem notuð er til að veita innsýn í þá þætti sjálfbærni sem eru hvað mikilvægastir fyrir hagaðila og stefnu BYKO til framtíðar. Mikilvægisgreiningin var gerð með aðstoð utanaðkomandi ráðgjafa og sjálfbærniþáttum var skipt eftir UFS þáttum (umhverfisþáttum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum). Við greininguna var virðiskeðjan skoðuð í heild og tekið tillit til þeirra áhrifa sem BYKO veldur eða verður fyrir í henni allri ásamt því að hagaðilar voru endurskilgreindir og viðtöl voru tekin við innri og ytri hagaðila. Sjálfbærniviðfangsefnunum var svo forgangsraðað frá tveimur sjónarhornum; annars vegar áhrifum á UFS þætti og hins vegar fjárhagslegum áhættum og tækifærum. Þetta er í fyrsta skipti sem BYKO birtir niðurstöður úr tvöfaldri mikilvægisgreiningu sem tengist staðlinum, en þær má sjá hér til hliðar. Mikilvægisgreiningin var höfð til hliðsjónar við uppröðun og kaflaskiptingu á sjálfbærniskýrslu 2023 og notuð til þess að endurraða efni skýrslunnar til að undirbúa næstu skref við innleiðingu ESRS-staðalsins.