Yfirlitstöflur

Yfirlitstöflur


Heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna


BYKO skilgreindi árið 2019 fimm kjarnamarkmið og hóf innleiðingu á árinu 2020, upphaf innleiðingar fólst í því að fræða starfsfólk um öll 17 heimsmarkmiðin og hvað þau þýða. Farið var ítarlegra í þau markmið sem BYKO hafði skilgreint sem kjarnamarkmið og ástæðuna fyrir því af hverju þau markmið voru valin frekar en önnur, það sem skiptir okkur máli er að geta haldið umræðunni á lofti og hjálpað hvort öðru að átta okkur á mikilvægi markmiðanna.


Árið 2022 var farið í ítarlegri fræðslu til starfsfólks og kjarnamarkmiðunum komið í ábyrgð hverrar deildar. Þetta var framkvæmt með námskeiðum þar sem fulltrúar frá hverju sviði/deild komu saman til að auka skilning og voru markmiðin sett í ábyrgð þeirra þar sem þau eiga fóstra þau, láta þau vaxa og dafna.


Árið 2023 átti að vera næsta skref innleiðingar þar sem fara átti yfir lærdóm og breytingar sem hafa átt sér stað síðan markmiðin voru innleidd. Þessi vinna fór ekki fram og fyrir því eru margar ástæður, m.a. breytingar á skipuriti og starfsfólki sem starfa að innleiðingu sjálfbærni ásamt fyrirhugaðri endurskoðun á sjálfbærnistefnu félagsins.

Kjarnamarkmið BYKO


BYKO setur sér mælanleg og tímasett markmið á kjarnamarkmiðum út frá heimsmarkmiðum og áskorunum á Íslandi. Röksemdir fyrir vali á þessum kjarnamarkmiðum og undirmarkmiðum má finna hér. BYKO vinnur að öðrum heimsmarkmiðum samhliða kjarnamarkmiðum eins og markmið númer 13, aðgerðir í loftlagsmálum og markmið númer 3, heilsa og vellíðan. Ástæðan fyrir því að þessi markmið eru ekki kjarnamarkmið er að meiri þunga þarf að leggja í kjarnamarkmiðin og þykir eðlilegra að velja ekki of mörg þótt önnur séu mjög mikilvæg og unnið að þeim daglega í rekstrinum.

Kjarnamarkmið BYKO 2023

Ekki var náð öllum sjálfbærni markmiðum 2023 

Kjarnamarkmið BYKO 2024

Gri tilvísunartafla 2023

PDF
Share by: