Fyrirtækið

Fyrirtækið


BYKO var stofnað árið 1962 af þeim Guðmundi H. Jónssyni og Hjalta Bjarnasyni þar sem þeir opnuðu 135 fermetra byggingavöruverslun við Kársnesbraut í Kópavogi. Í upphafi var einungis verslað með grófa vöru en innan árs var opnuð þar smávöruverslun. Síðan þá hefur BYKO verið leiðandi fyrirtæki á íslenskum byggingavörumarkaði sem þjónustar einstaklinga og fagaðila í byggingariðnaði.


BYKO rekur byggingarvöruverslanir í Kópavogi, Reykjavík, Reykjanesbæ, Selfossi og Akureyri. BYKO rekur einnig leigumarkað og vöruhús á Selhellu Hafnafirði, lagnadeild og vöruhús í Kópavogi og timburverslanir. Hægt er að nálgast yfirlit yfir verslanir á heimasíðu BYKO.

Kannaðu verslanir okkar

Ávarp forstjóra

Aukin lífsgæði og komandi kynslóðir


Við í BYKO höfum sett okkur skýra stefnu í sjálfbærni þar sem við leggjum áherslu á umhverfislega- félagslega- og efnahagslega sjálfbærni í okkar daglegum rekstri. Við gerum okkur grein fyrir okkar ábyrgð þegar horft er til byggingariðnaðarins en hann er einn af undirstöðu atvinnugreinum þjóðarinnar og horfa má til að í kringum 8% af landsframleiðslu komi frá þeirri atvinnugrein en að jafnaði starfar um 20.000 manns í greininni. Ef horft er til alls iðnaðar á Íslandi þá stendur hann undir rétt rúmlega undir 25% af landsframleiðslu. Byggingariðnaðurinn er hins vegar hvað einn mest mengandi iðnaður á heimsvísu þar sem honum fylgir mikil auðlindanotkun, losun gróðurhúsalofttegunda og myndun úrgangs. 


Tölur sýna að rekja megi um helming auðlindanýtingar í Evrópu og allt að 40% losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu til iðnaðarins. Kolefnislosun frá byggingariðnaði  er áætluð um 360.000 tonn CO2 ígilda á ári og 45% af kolefnisspori íslenskra bygginga má rekja til innlendrar og erlendrar framleiðslu byggingarefna. Stærsti hluti kolefnisspors íslenska bygginga stafar þannig frá byggingarefnum og hefur iðnaðurinn, í samvinnu við stjórnvöld, sett sér þau markmið að draga úr árlegri kolefnislosun bygginga á Íslandi um 43% fyrir árið 2030. BYKO skrifaði undir loftlagsyfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Festu árið 2021 um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif með aðgerðum en með markvissum aðgerðum til langs tíma náum við saman að hafa áhrif og draga úr kolefnisspori frá rekstri og mynda bindingu á sama tíma með mótvægisaðgerðum. 

  • Lesa áfram

    Af ástæðu höfum við hjá BYKO ekki sett okkur eiginleg markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2040, það er liður í vegferðinni að setja sér raunhæf mælanleg markmið, unnin með sérfræðingum, að greina hvaða fleiri aðgerðir fyrirtækið getur farið í og raunverulega náð þeim markmiðum sem sett eru um hlutleysi. BYKO vinnur engu að síður út frá þeirri sýn að kolefnisjafna starfsemi sé gilt og gott markmið en setja þarf markið hærra, byggt á þeirri staðreynd að skuld við fortíðina stendur eftir sem áður. Stefna BYKO er því að draga úr losun eða þeim neikvæðu áhrifum sem fyrirtækið hefur á umhverfið eins mikið og hægt er og binda það sem eftir stendur með skógrækt í eigin landi, eins og gert hefur verið undanfarin 35 ár.Sjálfbærni hefur í för með sér breytt viðhorf fólks til hegðunar og atferlis sem hefur þá um leið áhrif á menningu samfélaga. 


    Af ástæðu höfum við hjá BYKO ekki sett okkur eiginleg markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2040, það er liður í vegferðinni að setja sér raunhæf mælanleg markmið, unnin með sérfræðingum, að greina hvaða fleiri aðgerðir fyrirtækið getur farið í og raunverulega náð þeim markmiðum sem sett eru um hlutleysi. BYKO vinnur engu að síður út frá þeirri sýn að kolefnisjafna starfsemi sé gilt og gott markmið en setja þarf markið hærra, byggt á þeirri staðreynd að skuld við fortíðina stendur eftir sem áður. Stefna BYKO er því að draga úr losun eða þeim neikvæðu áhrifum sem fyrirtækið hefur á umhverfið eins mikið og hægt er og binda það sem eftir stendur.


    Við í BYKO viljum vera leiðandi afl þegar kemur að vistvænum áherslum í byggingariðnaði, hvatarnir fyrir vistvænum byggingum er margir. Í fyrsta lagi viljum við ekki skerða möguleika komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Í öðru lagi er um að ræða fjárhagslegan og þá um leið arðbæran hvata að byggja vistvænni byggingar. Niðurstöður ýmissa rannsókna hafa sýnt að vistvottaðar byggingar eru verðmætari, hafa betri ímynd og bera lægri rekstrarkostnað á líftímanum. Í þriðja lagi er heilsufarslegur hvati, minni notkun skaðlegra og heilsuspillandi efna í byggingarvörum stuðlar að heilnæmara umhverfi. 


    Ein af stærstu áskorunum verslunar og þjónustu í dag er að innleiða sjálfbærni í allri aðfangakeðjunni. Verslunin er hlekkur aðfangakeðjunnar sem tengir saman birgja, framleiðendur og viðskiptavini, þar sem viðhorf og neysluvenjur fólks eru stöðugt að breytast, fólk gerir auknar kröfur til fyrirtækja. Áskoranirnar eru því margar og ein af þeim er að rýna dýpra í aðfangakeðjuna og setja nýjar áherslur, mikilvægt er að horfa á hringrásarhagkerfið, að vörur sem keyptar eru inn séu í vistvænni umbúðum sem auðvelt er að endurvinna og/eða endurnýta áfram. 


    Sjálfbærni hefur í för með sér breytt viðhorf fólks til hegðunar og atferlis sem hefur þá um leið áhrif á menningu samfélaga. Félagslegi þáttur sjálfbærninnar tengir okkur við þau miklu verðmæti sem mannauðurinn felur í sér. Okkar staðfasta trú er sú að fjölbreytileikinn leiði okkur að betri niðurstöðu, sem felur í sér jafnrétti óháð kynþáttum, uppruna, kynhegðun, trú, stöðu eða stétt. Okkar mat er að augljósasta leiðin að góðu fólki er að vera góður vinnustaður með sjálfbærni að leiðarljósi. 


    BYKO hefur síðustu árin haft heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Þar er unnið eftir kjarnamarkmiðum sem samræmast hlutverki, kjarnastarfsemi og þeirrar ábyrgðar sem fyrirtækið telur sig þurfa standa við og þá um leið getur haft áhrif á. 


    Það er von okkar að skýrslan veiti öðrum innblástur en ekki síður að lesendur hafi samband og komi með tillögur um það hvernig við getum bætt okkur enn meira. Saman náum við árangri og slagorðið okkar á vel við í þessum efnum, „Gerum þetta saman"


SjálfbærniskýRsla 2023

BYKO gefur í fimmta sinn út sjálfbærniskýrslu í samræmi við meginatriði (core ) í viðmiðum Global Reporting Inititative (GRI) og styðst skýrslan við viðmið GRI Standards sem tóku í gildi 1 .júní 2018 .

Undirbúningur er hafinn við að innleiða evrópskar reglugerðir (CSRD) og stefnir fyrirtækið á að færa skýrslugerð alfarið í ESRS staðalinn. Sem hluti af þeirri undirbúningsvinnu var gerð tvöföld mikilvægisgreining á árinu og helstu þættir skilgreindir sem við koma rekstrinum . Með mikilvægisgreininguna til hliðsjónar hefur uppröðun skýrslunnar verið breytt og kaflar endurspegla nú betur flokkun eftir mikilvægisgreiningu.


Í skýrslunni er gerð grein fyrir rekstri starfstöðva BYKO en fyrirtækið rekur verslanir á Akureyri, Suðurnesjum, Selfossi, Reykjavík og Kópavogi. Í skýrslunni er einnig gerð grein fyrir rekstri vöruhúsa í umsjón BYKO, þ . e . í Kjalarvogi og rekstri vörulagers BYKO Leigu, sem er staðsett að Selhellu Hafnafirði . Vöruhúsaþjónusta sem BYKO úthýsir til 3ja aðila, Bakkinn, er ekki hluti af skýrslunni . Vöruflutningar til landsins eru hluti umfangi skýrslunnar en ekki forflutningar erlendis . Flutningar á milli starfsstöðva BYKO eru einnig hluti skýrslunnar en ekki vöruflutningar til viðskiptavina.


Skýrslan afmarkast þannig við starfsemi BYKO en ekki móður - eða systurfélaga. BYKO á einnig 25 % hlut í Steinullarverksmiðjunni hf. og 51 % hlut í Fasteignafélaginu Smiðjuvöllum 9 ehf. en þau eru utan viðfangs þessarar skýrslu.


Allar upplýsingar í skýrslunni eiga við um árið 2023 nema annað sé tekið fram. Fjárhagslegar upplýsingar í skýrslunni eru fengnar úr endurskoðuðum ársreikningi BYKO. Umhverfisupplýsingar voru fengnar gegnum gagnagátt Klappa frá birgjum BYKO. Tölur frá Klöppum voru bornar saman við upplýsingar frá birgjum. Upplýsingar vegna flutninga eru frá viðkomandi flutningsfyrirtæki. Gerð er grein fyrir frávikum í upplýsingum og útreikningum þar sem það á við, undir hverjum mælikvarða fyrir sig. Samfélagsupplýsingar, þar með talið mannauður eru fengnar úr innri kerfum BYKO. 

Stefna BYKO

Stefna BYKO er að skapa bestu heildarupplifun viðskiptavinarins í framkvæmdum og fegrun heimilisins.


BYKO vinnur með sjálfbærni að leiðarljósi, horfir til framtíðar í átt að hringrásarhagkerfi og endurspeglar myndin starfsemina allt frá umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum.


HELSTU BREYTINGAR

BYKO fylgir ströngum stjórnarháttum sem byggja á leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja. Fyrirtækið leggur áherslu á gegnsæi, ábyrgð og góða stjórnarhætti með það að markmiði að tryggja öruggan og réttlátan rekstur.

  • Nýtt skipurit

    Nýtt skipurit tók gildi í ágúst 2023. Breytingin

    fólst í því að framkvæmdastjóri framþróunarsviðs lét af störfum og nýtt sameinað svið mannauðs og

    stefnu varð til, við þessar breytingar fluttust

    markaðs- og vefteymi undir vörustýringarsvið og verkefnastjórn framþróunarsviðs sameinaðist mannauðssviði. Aðrar breytingar voru ekki gerðar á skipuriti fyrirtækisins sem tók gildi í ágúst 2023. 

  • Ný og endurbætt þjónustustefna

    Ný og endurbætt þjónustustefna var kláruð og

    komið í innleiðingarferli ásamt því að skilgreind voru verkefni til þjálfunar starfsmanna svo sem verklegt kennslurými. 

  • Nýr vefur fór í loftið

    Nýr vefur fór í loftið í maí sem hafði í för með sér ýmsar áskoranir. Vefurinn virkaði ekki sem skyldi en meðal þess sem skilaði sér ekki á vefinn í fyrstu voru sjálfbærniupplýsingar, vottanir og gögn. Vefurinn hefur því verið í vinnslu á síðari hluta árs og verður áfram árið 2024. Þetta gerði það að verkum að samstarf við nýsköpunaraðilann Vistbók fór á bið þar til leyst hefur verið úr vandamálum sem tengjast vefnum. Með nýjum vef er lagður grunnur að betri þjónustu við viðskiptavini og þá sérstaklega fyrirtæki og fagaðila. Stefnt er að því að auka markvisst hlutfall viðskipta til fyrirtækja í gegnum vefverslun og minnka þannig sóun sem fylgir í ferðum til og frá verslun til að ganga frá kaupum á vörum.

  • Vinna við upplýsingakort

    Vinna við upplýsingakort BYKO hófst á árinu og er því ætlað að kortleggja allt sem við kemur upplýsingatækni, bæta ferla, skilgreina þá og einfalda. Þessi vinna mun standa yfir áfram árið 2024. Samhliða þessu hefur verið unnið að dreifikerfalausn ásamt úrbótum og frekari framþróun á viðskiptatengslakerfi BYKO.

  • Framundan

    Framundan eru verkefni á borð við endurskoðun og endurskilgreiningu sjálfbærnistefnu ásamt þarfagreiningu félagsins á innleiðingu gæðastaðla á borð við ISO 9001 og ISO 14001. Einnig verður unnið að því að sjálfvirknivæða dreifingu í verslanir sem gefur okkur tækifæri til að besta dreifingarferlana til að hámarka nýtingu bifreiða í akstri og minnka sóun sem fylgi því að dreifa of ört eða í of litlum skömmtum. Búið er að endurhanna framsetningu á umhverfisskjölum og hvaða vörur hafa umhverfisvottanir og eru stór verkefni því tengdu í farvatninu og verða sett í loftið á komandi árum. 

Skipurit


Starfsmaður BYKO á sviði mannauðs og stefnu er ábyrgur fyri innleiðingu á sjálfbærni og ber einnig ábyrgð á þeirri stoð

sjálfbærninnar sem tilheyrir umhverfismálum. Mannauðsstjóri ber ábyrgð á þeirri stoð sjálfbærninnar sem tilheyrir félagsmálum og framkvæmdastjóri rekstrarsviðs ber ábyrgð á stoð sjálfbærninnar sem tilheyrir stjórnarháttum. Forstjóri er ábyrgur fyrir sjálfbærnistefnu BYKO.


Nýtt skipurit tók gildi í ágúst 2023. Breytingin fólst í því að framkvæmdastjóri framþróunarsviðs lét af störfum og nýtt sameinað svið mannauðs og stefnu varð til, við þessar breytingar fluttust markaðs- og vefteymi undir vörustýringarsvið og verkefnastjórn framþróunarsviðs sameinaðist mannauðssviði. Aðrar breytingar voru ekki gerðar á skipuriti fyrirtækisins


Opna núverandi stjórn og skipurit á vef BYKO

 Stjórnskipulag

Stjórn BYKO samanstendur af fimm einstaklingum. Stjórnin tekur allar stefnumarkandi ákvarðanir, þar með talið ákvarðanir sem tengjast sjálfbærni.


Stjórnina skipa:

  • Guðmundur Halldór Jónsson – stjórnarformaður
  • Jón Helgi Guðmundsson
  • Iðunn Jónsdóttir
  • Gísli Jón Magnússon
  • Anna Rún Ingvarsdóttir

Stjórn BYKO ehf. leggur áherslu á góða stjórnarhætti og hefur sett sér starfsreglur þar sem fylgt er Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja, þar er valdsvið hennar skilgreint og verksvið gagnvart forstjóra. Leiðbeiningar eru gefnar út af Viðskiptaráði Íslands, NASDAQ OMX Iceland hf. og Samtökum atvinnulífsins. Leiðbeiningarnar má finna á leidbeiningar.is. Stjórnarhættir BYKO byggja á starfsreglum stjórnar, samþykktum félagsins og lögum nr. 138/1994 um einkahlutafélög. Gildandi starfsreglur voru samþykktar á stjórnarfundi þann 10. júní 2020. Heildar stjórnarháttayfirlýsingu má finna hér

Framkvæmdastjórn

Framkvæmdastjórn samanstendur af forstjóra og framkvæmdarstjórum framþróun verslunar og viðskiptavina, fyrirtækjasviðs, rekstrarsviðs, smásölusviðs og vörustjórnunasviðs. Ein breyting varð um mitt árið þegar Edda Blumenstein lét af störfum og framþróunarsvið var lagt niður


Umfang rekstrar

Fjárhæðir eru í þúsundum íslenskra króna.

Helstu efnahagsstærðir eru:


Úr rekstrarreikningi

Úr efnahagsreikningi

Starfsmannamál

Viðurkenningar


Við í BYKO leggjum okkur fram við að ná þeim árangri út frá þeim markmiðum sem við setjum okkur og erum full þakklætis fyrir þær viðurkenningar sem við höfum hlotið frá markaðnum. Þessar viðurkenningar sýna okkur að við erum á réttri leið og

gefa okkur kraft að halda áfram að gera eins vel og við getum til framtíðar. Við viljum vera fyrirmynd og hvatning til annarra fyrirtækja varðandi sjálfbærni, viljum huga vel að starfsfólki okkar varðandi jafnréttismál og við erum þakklát fyrir það traust sem okkar viðskiptavinir hafa sýnt okkur í gegnum árin og fögnum því að eiga ánægðustu viðskiptavinina.



BYKO hlaut annað árið í röð viðurkenningu sem er veitt af alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu Great Place to Work en BYKO hefur unnið með þeim að því að gera upplifun starfsfólks í vinnunni eins góða og hægt er. Great Place to Work er alþjóðlegt greiningar - og ráðgjafarfyrirtæki sem hjálpar fyrirtækjum að ná betri árangri með því að einbeita sér að starfsreynslu hvers starfsmanns. Fyrirtækið starfar í yfir 60 löndum og veitir árlegar viðurkenningar fyrir eftirsóttustu vinnustaðina hjá litlum, meðalstórum og stórum fyrirtækjum. Það veitir einnig viðurkenningar fyrir eftirsóttustu vinnustaðina með tilliti til fjölbreytileika.

"Við í BYKO viljum gera okkar besta til að vera fyrirmynd og hafa áhrif á byggingariðnaðinn í heild sinni og hvetjum við til vistvænni bygginga” 

Share by: