Af ástæðu höfum við hjá BYKO ekki sett okkur eiginleg markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2040, það er liður í vegferðinni að setja sér raunhæf mælanleg markmið, unnin með sérfræðingum, að greina hvaða fleiri aðgerðir fyrirtækið getur farið í og raunverulega náð þeim markmiðum sem sett eru um hlutleysi. BYKO vinnur engu að síður út frá þeirri sýn að kolefnisjafna starfsemi sé gilt og gott markmið en setja þarf markið hærra, byggt á þeirri staðreynd að skuld við fortíðina stendur eftir sem áður. Stefna BYKO er því að draga úr losun eða þeim neikvæðu áhrifum sem fyrirtækið hefur á umhverfið eins mikið og hægt er og binda það sem eftir stendur með skógrækt í eigin landi, eins og gert hefur verið undanfarin 35 ár.Sjálfbærni hefur í för með sér breytt viðhorf fólks til hegðunar og atferlis sem hefur þá um leið áhrif á menningu samfélaga.
Af ástæðu höfum við hjá BYKO ekki sett okkur eiginleg markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2040, það er liður í vegferðinni að setja sér raunhæf mælanleg markmið, unnin með sérfræðingum, að greina hvaða fleiri aðgerðir fyrirtækið getur farið í og raunverulega náð þeim markmiðum sem sett eru um hlutleysi. BYKO vinnur engu að síður út frá þeirri sýn að kolefnisjafna starfsemi sé gilt og gott markmið en setja þarf markið hærra, byggt á þeirri staðreynd að skuld við fortíðina stendur eftir sem áður. Stefna BYKO er því að draga úr losun eða þeim neikvæðu áhrifum sem fyrirtækið hefur á umhverfið eins mikið og hægt er og binda það sem eftir stendur.
Við í BYKO viljum vera leiðandi afl þegar kemur að vistvænum áherslum í byggingariðnaði, hvatarnir fyrir vistvænum byggingum er margir. Í fyrsta lagi viljum við ekki skerða möguleika komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Í öðru lagi er um að ræða fjárhagslegan og þá um leið arðbæran hvata að byggja vistvænni byggingar. Niðurstöður ýmissa rannsókna hafa sýnt að vistvottaðar byggingar eru verðmætari, hafa betri ímynd og bera lægri rekstrarkostnað á líftímanum. Í þriðja lagi er heilsufarslegur hvati, minni notkun skaðlegra og heilsuspillandi efna í byggingarvörum stuðlar að heilnæmara umhverfi.
Ein af stærstu áskorunum verslunar og þjónustu í dag er að innleiða sjálfbærni í allri aðfangakeðjunni. Verslunin er hlekkur aðfangakeðjunnar sem tengir saman birgja, framleiðendur og viðskiptavini, þar sem viðhorf og neysluvenjur fólks eru stöðugt að breytast, fólk gerir auknar kröfur til fyrirtækja. Áskoranirnar eru því margar og ein af þeim er að rýna dýpra í aðfangakeðjuna og setja nýjar áherslur, mikilvægt er að horfa á hringrásarhagkerfið, að vörur sem keyptar eru inn séu í vistvænni umbúðum sem auðvelt er að endurvinna og/eða endurnýta áfram.
Sjálfbærni hefur í för með sér breytt viðhorf fólks til hegðunar og atferlis sem hefur þá um leið áhrif á menningu samfélaga. Félagslegi þáttur sjálfbærninnar tengir okkur við þau miklu verðmæti sem mannauðurinn felur í sér. Okkar staðfasta trú er sú að fjölbreytileikinn leiði okkur að betri niðurstöðu, sem felur í sér jafnrétti óháð kynþáttum, uppruna, kynhegðun, trú, stöðu eða stétt. Okkar mat er að augljósasta leiðin að góðu fólki er að vera góður vinnustaður með sjálfbærni að leiðarljósi.
BYKO hefur síðustu árin haft heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Þar er unnið eftir kjarnamarkmiðum sem samræmast hlutverki, kjarnastarfsemi og þeirrar ábyrgðar sem fyrirtækið telur sig þurfa standa við og þá um leið getur haft áhrif á.
Það er von okkar að skýrslan veiti öðrum innblástur en ekki síður að lesendur hafi samband og komi með tillögur um það hvernig við getum bætt okkur enn meira. Saman náum við árangri og slagorðið okkar á vel við í þessum efnum, „Gerum þetta saman"