Við hjá BYKO trúum við því að starfsfólkið okkar sé okkar mikilvægasta auðlind til að ná árangri. Því hefur félagið sett sér þá framtíðarsýn að skapa bestu heildarupplifun starfsfólks af BYKO sem vinnustað. Mikið hefur verið unnið í átt að þeirri framtíðarsýn á árinu en ljóst er að um langtímaverkefni er að ræða ef vel skal takast. Lykillinn að því að fá gott starfsfólk til starfa er að hafa gott orðspor, sterka ímynd og vinnustað sem starfsfólk mælir með. BYKO hlaut annað árið í röð viðurkenningu Great Place to Work sem frábær vinnustaður.
Enn er áskorun að fjölga öðrum kynjum en körlum innan félagsins. Hlutfall karla hækkaði frá 74,5% árið 2022 upp í 77% árið 2023. Árin 2018, 2019, 2021 var hlutfall karla einnig millil 76-77%. Við sjáum að það þarf að bæta þær aðgerðir sem við höfum farið í til að jafna kynjaskiptingu innan fyrirtækisins.
Kynjaskipting starfsfólks
Á árinu héldum við áfram með þá áherslu að hvetja starfsfólk til að huga að andlegri og líkamlegri líðan ásamt því að benda á upplýsingar, tæki og tól sem gætu gagnast þeim á þeirri vegferð. Þar á meðal má nefna líkamsræktar-, samgöngu og velferðarstyrki, flensusprautu, aðgengi að trúnaðarlækni og velferðarþjónustu.
Einnig höfum við fengið til okkar frábæra fyrirlesara sem blása í okkur kjark og aðstoða fólkið okkar við að takast á við hinar ýmsu áskoranir. Þar má nefna fræðslu um svefn og meðferð við svefnröskunum sem leiddi af sér að vinnustaðurinn hlaut svefnvottun og erindi frá gleðiskruddunni sem kenndi okkur að finna okkar gleðiverkfæri.
36 ár
6 ár & 5 mánuðir
4%
705
29%
Við leggjum áherslu á að starfsfólkið okkar hafi aðgang að fjölbreyttri fræðslu. Við trúum því að með því að mæta þörfum starfsfólk þegar kemur að fræðslu og þjálfun ásamt því að hafa hugrekki til þess að prófa nýjar leiðir munum við ná árangri. Það er fólkið okkar sem drífur áfram árangur BYKO og viljum við geta stutt það eftir fremsta megni hvort sem er í vinnu eða einkalífi.
Á árinu 2023 var tekinn upp rafrænn vettvangur, BYKO Saman, sem sameinaði upplýsingaveitu og fræðslukerfi. Þar með færum við fræðsluna enn nær okkar fólki ásamt því að styðjast við leikjavædda fræðslu. Fræðsluhluti kerfisins gefur starfsfólki notendavænan aðgang að öllu efni ásamt því að skyldu fræðslu er skipt upp í þrjá flokka sem einkenna okkar rekstur, grunnur (almennt), stoðir (viðbót við grunn), þak (sérhæft fyrir starf viðkomandi). Stjórnendur hafa nú mun betri aðgang í rauntíma að upplýsingum um hvaða fræðslu starfsfólk þeirra hefur tekið, hvað það á eftir að taka og enn betri möguleiki á eftirfylgni. Samhliða nýjum fræðsluvettvangi var lögð enn frekari áhersla á að útbúa fræðsla og þjálfun er varðar þekkingu og notkun á vörunum okkar.
Okkar helsta áskorun í fræðslumálum er fjölbreyttur hópur starfa og óskir um fjölbreyttar leiðir til þess að afla sér þekkingar. Sérstök áhersla var lögð á að vinna úr þeim vanda á árinu 2023. Í vinnustaðagreiningu sem framkvæmd var í nóvember til desember 2023 kemur fram að starfsfólk okkar telur sig hafa aukið aðgengi að þjálfun og þróun árið 2023 samanborið við fyrra ár. Mat starfsfólks á möguleika á þjálfun og þróun hækkar um 4% milli áranna 2022 og 2023. Í samtölum við starfsfólk okkar kemur skýrt fram að helsta fræðslan sem þau telja að sig skorti sé aukin vöruþekking.
Á árinu 2023 hefur BYKO skólinn verið í endurskoðun með það að markmiði að einfalda dagskrá skólans ásamt því að leggja áherslu á efni sem nýtist starfsfólki á fyrstu vikum þess í starfi. Skólinn er hugsaður sem fræðsla fyrir nýtt starfsfólk þar sem þeir fá kynningu á flestu sem tengist BYKO s.s. gildi, sögu BYKO og hlutverk deilda.
BYKO starfar í geira sem í gegnum tíðina hefur verið litið á sem karllægan geira og er það okkar samfélagslega ábyrgð að stuðla að auknum fjölbreytileika og jafnrétti. BYKO er stórt félag og getur því haft töluverð áhrif á framþróun jafnréttismála innan smásölu og byggingariðnaðarins.
Á árinu 2023 fóru allir okkar stjórnendur á námskeið um ómeðvitaða hlutdrægni ásamt því að efnið var gert aðgengilegt öllu starfsfólki. Ef við ætlum að ná árangri í jafnréttis - og fjölbreytileikamálum er mikilvægt að allt okkar starfsfólk, þá sérstaklega stjórnendur séu meðvitaðir um sína eigin ómeðvituðu hlutdrægni.
Sem karllægt félag með meirihluta af starfsfólki okkar sem skilgreinir sig sem karl er það einnig okkar ábyrgð að fræða um kynjahlutverk, breytingar sem eiga sér stað í menningu okkar og samfélagi. Á árinu buðum við öllu okkar starfsfólki upp á að sitja fyrirlestur um karlmennskuna og hvernig samfélagið okkar eru að breytast þegar kemur að staðalímyndum.
Félagið starfrækir jafnréttis - og fjölbreytileikanefnd sem samanstendur af starfsfólki víðs vegar um félagið. Nefndin hefur það hlutverk að endurskoða jafnréttisáætlun félagsins að því marki að ganga umfram það sem lög krefja okkur um. Hluti af þeirri vinnu hefur verið aukin fræðsla til hópsins um minnihlutahópa innan samfélagsins s.s. kynsegin, geðfatlaða, einstaklinga af erlendum uppruna o.s.frv. Áætlað er að ljúka endurútgáfa á jafnréttisáætlun félagsins á árinu 2024.
Félagið hlaut ekki viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar á árinu. Fækkað var um eitt stöðugildi i framkvæmdastjórn félagsins sem varð til þess að kynjahlutföll uppfylltu ekki skilyrði Jafnvægisvogarinnar um að hlutfall milli kynja sé a.m.k. 40/60 í framkvæmdastjórn. Félagið hafði áður fengið árlega viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar frá undirritun samstarfs árið 2019.
BYKO hlaut jafnlaunavottun í febrúar 2020 hefur staðist árlegar úttektir frá vottun. Endurvottun fór fram árið 2022. Launamunur heildarlauna mældist 5,4% konum í óhag og launamunur grunnlauna mældist 2,9% konum í óhag sem er lækkun á launamun frá fyrra ári. Unnið er að endurskoðun starfsmats til þess að skýringarhlutfall launagreininga hækki og unnt sé að ráðast í leiðréttingar á launum með það að markmiði að minnka launamun enn frekar. Áætlað er að endurskoðun starfsmatskerfis verði lokið fyrir lok árs 2024.
BYKO hefur mótað viðbragðsáætlun fyrir einelti, kynbundnu áreitni, kynferðislegri áreitni og ofbeldi (EKKO). BYKO er í samstarfi við Siðferðisgáttina sem gerir starfsfólki kleift að leita til utanaðkomandi óháðs aðila ef upp koma erfið mál. Engar tilkynningar bárust til siðferðisgáttarinnar á árinu 2023.
BYKO styður við starfsfólk fjárhagslega sem vill nýta sér rétt sinn til foreldra- og fæðingarorlofs og höfða þar til allra kynja. 61% þeirra sem fóru í leyfi frá störfum á árinu 2023 vegna barneigna nýttu sér foreldra- og fæðingarorlofsstyrk félagsins samanborið við 42% á árinu á undan. Á árinu 2023 fóru 23 einstaklingar í fæðingar- og eða foreldraorlof, að meðaltali 2,83 mánuði hver. Konur fóru að meðaltali í 4,61 mánuði en karlar í 2,05 mánuði sem er aukning hjá körlum frá fyrra ári en stytting hjá konum. Við sjáum aukningu í fjölda karla sem kjósa að fara í orlof milli ára.
Við erum meðvituð um jafnréttissjónarmið og fjölbreytileika þegar kemur að markaðsefni félagsins og meðvitað vinnum við að því að brjóta niður staðalímyndir í byggingar- og verslunariðnaði. Einnig viljum við vera eftirsóknarverður vinnustaður fyrir einstaklinga af fjölbreyttum uppruna og greiðir BYKO fyrir íslenskukennslu fyrir starfsfólk með annað móðurmál en íslensku. Á árinu buðum við öllu okkar starfsfólki af erlendum uppruna gjaldfrjálsan aðgang að stafræna íslenskukennslu smáforritinu: ,Bara tala‘. Mikil vinna hefur átt sér stað innan BYKO til að tryggja tryggja jafnrétti, bæði með því að fjölga konum í stjórnendastöðum, hvetja konur til að sækja um störf hjá fyrirtækinu og fá jafnlaunavottun.
BYKO er umhugað um viðskiptavini sína og leggjum við okkur fram við persónuvernd, aðgengi að gæðaupplýsingum, heilsu og öryggi neytenda og viðskiptaánægju.
BYKO hefur unnið markvisst að sjálfbærni síðustu árin og talað fyrir sjálfbærnivegferð BYKO, eigin ábyrgð á innra starfi sem og fræðslu um vistvæn byggingarefni og vistvottunarkerfi, en með því náum við að hafa áhrif á byggingariðnaðinn að byggja vistvænni mannvirki, bæði í þágu umhverfis, mannfólks og rekstarhagkvæmni til framtíðar.
BYKO er umhugað um persónuvernd og öryggi gagna sem fyrirtækið meðhöndlar. Í persónuverndarstefnu BYKO kemur fram í hvaða tilgangi persónuupplýsingum er safnað og hvernig farið er með slík gögn. Stefna þessi var uppfærð 27.1.2023.
BYKO sýnir samfélagslega ábyrgð í verki og leitast við að styðja við verkefni sem samræmast stefnu félagsins, gildum og þeim heimsmarkmiðum sem félagið starfar eftir. Verkefni sem snúa að sjálfbærni eða að umsækjandi/fyrirtæki/félagasamtök starfi með sjálfbærni að leiðarljósi styrkir stöðu umsóknar þar sem umsækjendur eru hvattir til að vinna eftir stoðum sjálfbærninnar sem eru umhverfismál, félagsleg mál og stjórnarhættir. Verkefni sem snúa að heilbrigði og hreyfingu í barnastarfi og/eða uppbyggingar í samfélaginu falla vel að. Á árinu 2023 styrkti samfélagssjóðurinn eftirfarandi verkefni:
This is the text area for this paragraph. To change it, simply click and start typing.
This is a paragraph. Writing in paragraphs lets visitors find what they are looking for quickly and easily.
This is a paragraph. Writing in paragraphs lets visitors find what they are looking for quickly and easily.
This is a paragraph. Writing in paragraphs lets visitors find what they are looking for quickly and easily.
This is a paragraph. Writing in paragraphs lets visitors find what they are looking for quickly and easily.
Styrktarsamningur fyrir endurbætur á íbúðarhúsi gamla Kópavogsbæjarins í Kópavogstúni. Lionsklúbburinn fékk til umráða þetta elsta hús bæjarins til uppgerðar og mun íbúðarhúsnæðið nýtast fjölskyldum langveikra barna af landsbyggðinni sem sækja þurfa meðferð og læknisþjónustu til borgarinnar.
UNICEF fékk til afnota nýtt húsnæði í Hafnarfirði og þurftu að standsetja það. Samfélagssjóður BYKO styrkti samtökin um gjafabréf til kaupa á helstu nauðsynjum á borð við málningu o.f.l. svo hægt væri að ljúka verkefninu og koma húsnæðinu í notkun.
This is a paragraph. Writing in paragraphs lets visitors find what they are looking for quickly and easily.
This is a paragraph. Writing in paragraphs lets visitors find what they are looking for quickly and easily.
This is a paragraph. Writing in paragraphs lets visitors find what they are looking for quickly and easily.
This is a paragraph. Writing in paragraphs lets visitors find what they are looking for quickly and easily.
Haven Rescue Home er heimili í Kenýa fyrir stúlkur 18 ára og yngri sem eru barnshafandi eða mæður ungra barna, búa við fátækt og hafa ekki færi á að ljúka skólagöngu eða búa við ofbeldi. Þetta verkefni er hugsjónastarf Önnu Þóru Baldursdóttur, hún hóf þennan rekstur eftir að hafa upplifað neyðina og kynnst landinu í gegnum sjálfboðaliðastarf á svæðinu. Grunnmarkmið með þessu úrræði er að tryggja þessum viðkvæma hópi stúlkna menntun þrátt fyrir stöðu og bakgrunn, þær fá stuðning ásamt því að taka virkan þátt í starfseminni og læra þannig að spjara sig í lífinu og hafa aukin atvinnutækifæri að skólagöngu lokinni. Samfélagssjóður styrkti félagið til kaupa á eigin landi sem nýta á til ræktunar matvæla og létta þannig á rekstrarkostnaði heimilisins fyrst um sinn ásamt því að með tímanum fjármagna byggingu eigin húsnæðis á lóðinni.
Björgin er athvarf og endurhæfingarúrræði fyrir einstaklinga með hvers konar geðheilsuvanda og sækja um 30-50 manns miðstöðina daglega. Markmið miðstöðvarinnar er að rjúfa félagslega einangrun, efla sjálfstæði einstaklinga, auka samfélagsþátttöku þeirra og draga úr stofnanainnlögnum. Vegna rakaskemmda sem upp komu í húsnæði miðstöðvarinnar þurfti að ráðast í endurbætur og styrkti samfélagssjóður BYKO Björgina um nýtt parket á húsnæðið til að hægt væri að ljúka framkvæmdum
This is a paragraph. Writing in paragraphs lets visitors find what they are looking for quickly and easily.
This is a paragraph. Writing in paragraphs lets visitors find what they are looking for quickly and easily.
This is a paragraph. Writing in paragraphs lets visitors find what they are looking for quickly and easily.
This is a paragraph. Writing in paragraphs lets visitors find what they are looking for quickly and easily.
This is a paragraph. Make sure the title suits the content of this text.
Hópur Íslendinga sem hjólar frá Danmörku til Parísar ár hvert til að safna fé fyrir langveik börn. Starfsmenn BYKO hafa tekið virkan þátt í hjólreiðahópnum undanfarin ár og BYKO verið dyggur stuðningsaðili hópsins
BYKO gerði á árinu 2023 samning til tveggja ára vegna verkefnis körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar um að fjölga konum í körfubolta ásamt því að ná að byggja upp samfellu í flokkum kvennaflokka deildarinnar og draga úr brottfalli. Samhliða var unnið rannsóknarverkefni á vegum Háskólans í Reykjavík.
Samfélagssjóður BYKO gerði á árinu 2022 samning til fjögurra ára um að styrkja Víkingamótin bæði með fjárframlagi og vöruúttekt. Þetta eru tvær hjólreiðakeppnir og tvær hlaupakeppnir árlega sem er öllum opin til þátttöku, þessu til viðbótar hefur BYKO tekið virkan þátt í fjölskyldu skemmti hjólahring í tengslum við KIA gullhringinn sem endar í grilli og skemmtun fyrir fjölskyldur á bílaplani BYKO á Selfossi.
Samfélagssjóður BYKO, sem lesa má um hér, studdi einnig dyggilega við bakið á ýmis konar íþróttatengdum verkefnum á árinu, þ.m.t:
This is the text area for this paragraph. To change it, simply click and start typing.
BYKO hefur tekið þátt árlega í nýsköpunarverkefnum, bæði til að styðja við bakið á frumkvöðlum og ekki síður til að skapa og miðla þekkingu út á markaðinn til að hafa áhrif til betri vegar.
This is a paragraph. Writing in paragraphs lets visitors find what they are looking for quickly and easily.
This is a paragraph. Writing in paragraphs lets visitors find what they are looking for quickly and easily.
This is a paragraph. Writing in paragraphs lets visitors find what they are looking for quickly and easily.
This is a paragraph. Writing in paragraphs lets visitors find what they are looking for quickly and easily.
Hringrás plastefna með því að taka það plast sem fellur til í BYKO og þróa og framleiða úr því ný og falleg verk. Á árinu 2022 var fyrsta varan framleidd, þúsund stykki af blómapottum merktir 60 ára afmæli BYKO. Á árinu 2023 fór fram frekari vöruþróun og framleiðsla hafin á kíttisspöðum og málningar fylgihlutum sem hefur verið dreift til fagaðila til reynslu gegnum BYKO á Granda. Plastplan var sigurvegari Hönnunarverðlauna Íslands 2022 fyrir hugsjón sína, hönnun og stuðning við efnahringrásina
Pikkoló stöðvarnar eru kældar sjálfsafgreiðslustöðvar fyrir matvöruverslanir á netinu. Viðskiptavinir geta pantað vörur frá ýmsum verslunum og nálgast þær svo í vistvænt kældum stöðvum sem nú eru komnar á þrjá staði um höfuðborgarsvæðið, nálægt stærri vinnustöðum. Markmiðið er að draga úr umferð og losun sem því fylgir. Samstarf BYKO og Pikkoló felur í sér að BYKO útvegar húsin sem hýsa sjálfsafgreiðslustöðvarnar.
Árið 2020 hófst samstarf við Visthönnun sem reisir Svansvottað einbýlishús í Hafnafirði, það hús er byggt úr CLT einingum og rík áhersla lögð á að sem mest af efninu sé vottað. Verkefnið er enn í vinnslu. Hlutverk BYKO er að veita faglega ráðgjöf við vistvæn byggingarefni
BYKO er annt um að starfsfólk í virðiskeðju okkar starfi við góðar vinnuaðstæður, það sé hlúað að heilsu og öryggi þess og nauðungar- og barnavinna sé ekki stunduð.
Þegar BYKO velur birgja þá horfir fyrirtækið í átt að sjálfbærni og umhverfismálum og hvernig og hversu langt birgjar eru komnir í sjálfbærni. Vöruúrval birgja hefur að hluta til verið greint með hliðsjón af því hvort vörurnar séu leyfilegar í Svansvottuð hús eða önnur vottunarkerfi eins og BREEAM. Birgjasamsetning hefur verið skoðuð út frá landfræðilegri staðsetningu þeirra. Megnið af öllum birgjum BYKO eru innan EES eða um 88% og þar af leiðandi um 12% utan EES, að mestu í Asíu. BYKO hefur sjálft ekki hafið að greina einstaka birgja út frá samfélagslegum sjónarmiðum svo sem nauðungar- eða barnavinnu en í gegnum innkaupasamstarfsnetið BRICO Alliance sem BYKO er aðili að hefur verið sett upp skrifstofa í Shanghai sem gerir út skoðunarfólk á vegum sambandsins sem áskilur sér rétt til að heimsækja verksmiðjur í Kína sem eru að framleiða vörur fyrir aðila innan BRICO hvenær sem er á framleiðslutímanum til að meta starfsaðstæður og hvort það leiki grunur á að stunduð sé nauðungar- eða barnavinna. Á árinu 2024 er gert ráð fyrir því að kalla eftir yfirlýsingum frá helstu birgjum um þeirra aðgerðir til að sporna við nauðungar- og barnavinnu og hvernig þau tryggja starfsfólki viðunandi starfsaðstæður.