Vöruúrval BYKO felur í sér um 40 þúsund vörutegundir sem eru keyptar inn frá tæplega 800 birgjum. Vörurnar eru að mestu leiti fluttar landleiðina til safnstöðva BYKO sem eru í Rotterdam, Immingham og Arhus. Þar er vörunum safnað saman í heila gáma sem eru fluttir til landsins með Eimskip eða Samskip. BYKO leigir skip og flytur vörur frá Lettlandi með viðkomu í öðrum löndum eins og Svíþjóð til að sækja vörur frá þarlendum birgjum. Þegar vörurnar koma til landsins fara þær í vöruhús BYKO sem eru fjögur talsins og í öllum vöruhúsum er farið eftir umhverfisstöðlun og flokkun.
Innleiðing á ferlum varðandi vörumóttökur inn í verslanir hefur gengið mjög vel og höfum við séð mun samræmdri vinnubrögð. Móttökur í gegnum handtölvur þar sem varan er skönnuð inn á lager hjá okkur fór úr 22,8% um mitt ár 2023 og upp í 83,05% í lok desember 2023, sjáum við það skila sér verulega í betri réttleika birgða. Samskipti og samtal allra aðila í vörukeðjunni hefur stóreflst enda hafa allir sem koma að flæði vöru áhrif á réttleika birgða. Unnið er að breytingum á einum verslunar lagernum til að auðvelda vörumóttöku á þeim lager.
Sítalningar 2023 gengu vel. Við samræmdum skráningar á öllum rýrnunum á öllum starfsstöðvum, bæði óþekkta og þekkta rýrnun sem er að skila okkur árangri í að lækka óþekkta rýnun sem og gegnsæi og rekjanleika á rýrnum. Verkferlar í sítalningum eru eins í öllum starfsstöðvum BYKO. Framundan er að nýta tæknina (handskanna) til að auka tíðni í birgðaleiðréttingum og fá skilvirkara verklag frá starfsfólki í verslun til talningarfulltrúa um birgðaleiðréttingu. Við erum að vinna að mælikvarða til að geta mælt árangur í réttleika birgða milli ára með eins nákvæmum hætti og mögulegt er.
BYKO rekur öfluga öryggisdeild sem heldur vel utan um málefni sem varða viðskiptasiðferði.
BYKO gerir úttektir á helstu áhættuatriðum í rekstri fyrirtækisins á sex mánaða fresti. Helstu áhættuþættir sem hafa verið greindir í þessum úttektum eru misnotkun afsláttar í sölukerfi, misferli starfsmanna, aðgangur óviðkomandi að lagersvæðum og svikatilraunir í gegnum tölvupóst og netsamskipti.
Fyrirtækið leggur áherslu á að minnka möguleg misferli á ýmsan máta. Öryggismyndavélum hefur verið komið upp á öllum starfsstöðvum þar sem slíkt er heimilt út frá persónuverndarsjónarmiðum. Stjórnendur, næstráðendur og lykilsstarfsmenn hafa fengið fræðslu um verklagsreglur gegn spillingu. Fjórir birgjar hafa verið í samstarfi við BYKO til að greina mögulega áhættu á svikastarfsemi auk þess sem hluti verktaka sem annast störf á athafnasvæði BYKO hafa fengið fræðslu varðandi áhættu á spillingu.